- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Núna um helgina verður leikið í 2. og 3. deild í Íslandsmótinu í blaki í íþróttahúsinu á Hvolsvelli. Leikin verður heil umferð og keppt verður bæði í karla og kvenna flokki. Á laugardeginum verður spilað milli klukkan 09:00 og 19:00 en á sunnudeginum er leikið frá klukkan 09:00 til 16:00. Það verða margir leikir spilaðir um helgina og keppt verður á þremur völlum í einu.
Kvennalið Dímon-Heklu keppir í 3. deild og á leiki klukkan 11:00, 16:00 og 18:00 á laugardeginum og svo klukkan 14:00 á sunnudeginum.
Allir eru velkomnir að horfa á og við hvetjum flesta til þess að mæta og hvetja stelpurnar. Leikjaplan er að finna á blak.is.