Kjötiðnaðarmenn SS stóðu sig vel í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna sem fram fór um síðustu helgi.

Jón Þorsteinsson varði titilinn "Kjötmeistari Íslands" og hlaut 254 stig. Steinar Þórarinsson varð í 3.-5. sæti um þann sæmdar titil með 250 stig.

Níu kjötiðnaðarmenn þeir Steinar Þórarinsson, Björgvin Bjarnason, Bjarki Freyr Sigurjónsson, Oddur Árnason, Samúel Guðmundsson, Hermann Bjarki Rúnarsson, Einar Sigurðsson, Jónas Pálmar Björnsson og Jón Þorsteinsson sendu samtals 33 vörur inn í keppnina. Hlutu þeir 19 gullverðlaun, 6 silfurverðlaun og 3 bronsverðlaun. Því hlutu 85% innsendra vara verðlaun og gullverðlaun voru 68% verðlaunanna. Auk þess féllu í þeirra skaut fimm sérverðlaun auk hins eftirsótta titils Kjötmeistara Íslands.

Keppnin fer þannig fram að kjötiðnaðarmenn senda inn vörur með nafnleynd til dómarahóps, sem dæmir vörurnar eftir faglegum gæðum. Hver keppandi má senda inn allt að 10 vörur til keppninnar. Allar vörur byrja með fullt hús stiga eða 50 stig. Dómarar leita síðan að öllum hugsanlegum göllum. Við hvern galla sem finnst, fækkar stigum. Með þessu fyrirkomulagi geta margar vörur haft gull-, silfur-, eða bronsverðlaun.
 Til þess að fá gullverðlaun þarf varan að hafa 49-50 stig og vera nánast gallalaus.
 Til þess að fá silfurverðlaun þarf varan að hafa 46-48 stig og má aðeins vera með lítilsháttar galla.
 Til þess að fá bronsverðlaun þarf varan að hafa 42 til 45 stig.

Árangur einstakra manna er sem hér segir:


Jón Þorsteinsson
Kjötmeistari Íslands 254 stig
Besta vara unnin úr svínakjöti Hráskinka
Besta varan í flokknum sælkeravörur Hráskinka
Sex gullverðlaun Hráskinka, Hangikjet, Kindakæfa, Chili-pylsur,
Skarfa-lifrarkæfa, Útselspate
Þrenn silfurverðlaun Sunnlenskt-salamí, Sveita-salamí, Úrbeinað hangiket

Steinar Þórarinsson
3-5. sæti í keppni um Kjötmeistara Ísl. 250 stig
Besta varan unnin úr hrossa
eða folaldakjöti Grafið fille
Fimm gullverðlaun Grafið folaldafille, Grafið hrossafille, Sviðasulta, Sælkerakæfa
með rifsberjahlaupi, Svínalifrarkæfa með jarðarberjahlaupi.
Björgvin Bjarnason
Besta varan unnin úr kjúklingakjöti Ítalskt kjúklingapaté
Ein gullverðlaun Ítalskt kjúklingapaté
Ein bronsverðlaun Veiðipylsa

Oddur Árnason
Athyglisverðasta nýjung keppninnar Nammi naut
Ein gullverðlaun Nammi naut
Ein silfurverðlaun Salsa kæfa

Samúel Guðmundsson
Tvenn gullverðlaun Hrossasulta fín, Hrossasulta gróf
Hermann Bjarki Rúnarsson
Tvenn gullverðlaun Grillpylsur með Cheddar osti, Kálfasulta

Jónas Pálmar Björnsson
Ein gullverðlaun Taðreykt lambafille
Tvenn silfurverðlaun Creola Wurzt, Folalda piparjerky

Einar Sigurðsson
Ein gullverðlaun Chili ostapylsa
Ein silfurverðlaun BBQ beef jerkey

Bjarki Freyr Sigurjónsson
Ein bronsverðlaun Heiðarpaté

Það er í senn heiður og ánægja að hafa slíka ofurfagmenn í okkar annars vaska og metnaðarfulla
fagmannahópi. Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum þetta árangursríka framlag til eflingar
fagmennsku og gæða hjá okkur og Íslenskum kjötiðnaði í heild.


Á meðfylgjandi myndum má sjá Jón Þorsteinsson, kjötmeistara Íslands með verðlaunagripi sína og stoltan hóp
kjötiðnaðarmanna SS.