Kór Hvolsskóla undir stjórn Ingibjargar Erlingsdóttur kennara var glæsilegur í gærkvöldi er hann kom fram á tónleikunum Hátíð í bæ á Selfossi. Kórinn er fjölmennur en það er hátt í 50 nemendur sem syngja með kórnum. Það eru nemendur á mið- og elsta stigi í Hvolsskóla sem eru í kórnum og undirbúa þau núna kórferðalag til Danmerkur sem er fyrirhugað haust 2016. Ingibjörg er metnaðafullur kórstjórnandi og hefur gert skemmtilega hluti með kórnum sem hvetur nemendur til að taka þátt og vaxa.
Kórinn að syngja á Hátíð í bæ á Selfossi