Eftir sérkennara í 50-100% stöðu við leikskólann Örk á Hvolsvelli. 

Leikskólinn Örk er 4 deilda leikskóli  þar sem  starfa 92  börn og 32 kennarar og starfsmenn. 
Uppeldisstefna Arkarinnar byggir á hugmyndafræði hugsmíðahyggju.
Hugmyndafræðin felur í sér að  börnin séu leitandi og gagnrýnin og tileinki sér þekkingu og skilning með ígrundun, lausnaleit, rökhugsun og að þau læri að nýta sér það í leik og starfi og taka ígrundaðar ákvarðanir sem byggðar eru á þekkingu þeirra og gildismat. 

Verkefni: 
Helstu verkefni sérkennara er samkvæmt starfslýsingu í kjarasamning FL og í samráði við leikskólastjóra.

Menntun:  
Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi.
Framhaldsmenntun í sérkennslu er æskileg eða reynsla af vinnu með sérkennslubörnum.

Hæfni: 
Kennarar og starfsmenn leikskólans þurfa að búa yfir  færni í mannlegum samskipum, hafa góða íslenskukunnáttu, sýna frumkvæði,  sjálfstæði og hafa metnað fyrir starfi sínu og vera tilbúnir að vinna að uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri  í samræmi við námsskrá og í  nánu samstarfi við stjórnendur leikskólans.  

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.

Umsóknafrestur er til 5.mars  n.k. Hægt er að sækja um á heimasíðu leikskólans http://www.leikskolinn.is/ork   undir flipanum  - Um leikskólann – Starfsumsóknir  

Nánari upplýsingar um starfið  veitir Árný Jóna Sigurðardóttir leikskólastjóri í síma 488 4270 eða með tölvupósti á leikskoli@hvolsvollur.is

Í Rangárþingi eystra búa um 1735 íbúar í einstaklega fallegu umhverfi. 
Stjórnsýsla sveitarfélagsins er staðsett á Hvolsvelli. Veitt er góð þjónusta við íbúa sveitafélagsins. 
Þar er góður leikskóli, framsækinn grunnskóli og íþrótta- og tómstundastarf er öflugt.