- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Vond veðurspá er í kortunum og á Facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi má sjá eftirfarandi texta:
Við ítrekum áfram slæma spá í dag og á morgun. Um kl. 14 í dag mun Þjóðvegi 1 verða lokað frá Markarfljótsbrú og austur að Breiðamerkursandi austur undir Hof í Öræfum. Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið settar í viðbragðsstöðu. Við viljum hvetja fólk til að vera ekki á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir og ítrekum við ferðaþjónustaðila að koma þessum skilaboðum áfram til erlendra ferðamanna. Hér að neðan fylgir uppfærð veðurspá frá Veðurstofunni kl. 10:50.
Biðjum fólk að fylgjast vel með fréttum og veðurspá dagsins.
Sjá á facebook: