- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Minjastofnun Íslands birti í dag lista yfir styrkþega fyrir árið 2015, tæplega 140 milljónum var úthlutað. Gamli bærinn í Múlakoti fékk úthlutað 2,5 milljónum en fjöldi umsókna var 309 og 224 verkefni fengu styrk. Það voru 21 verkefni af 29 frá Suðurlandi sem fengu styrk en það er um 17% af heildar styrkfénu í ár. Aðeins eitt verkefni fékk hærri styrk en Gamli bærinn í Múlakoti, það var Eyrarbakkakirkja sem fékk styrk að upphæð 3 milljónir.