- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Rangárþing eystra efnir til samkeppni um nafn á tveimur nýjum götum á Hvolsvelli.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt að fara í gatnagerð á árinu sem og að hefja undirbúning fyrir breytingar á Austurveginum. Í deiliskipulagi fyrir miðbæjarsvæði Hvolsvallar er lagt til að gatan suðvestan við Austurveg fái heitið Höfðavegur en skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir tillögum íbúa sveitarfélagsins að nýju staðfangi.
Bergþórugerði er nýtt hverfi sem mun rísa vestan við Hallgerðartún en nefndin óskar einnig eftir tillögum íbúa fyrir nyrstu götu hverfisins.
Gatan suðvestan við Austurveg, á bak við apótekið.
Gatan norðan við Bergþórugerði, út frá Vallarbraut.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Rangárþings eystra mun velja nöfn á göturnar tvær og verðlaun verða veitt fyrir þær tillögur sem nefndin velur.
Frestur til að skila inn tillögum er til og með 31.janúar nk.