Frábært námskeið í ostagerð framundan á Hvolsvelli. Námskeiðið er á vegum Fræðslunets Suðurlands og fer fram á Hvolsvelli. 


Á námskeiðinu verður farið í einstaka þætti ostaframleiðslu. Framleiðsla einstakra ostategunda skoðuð til að fá tilfinningu fyrir hver er munur á vinnsluaðferðum á t.d. skyri, brauðosti, gráðaosti og smurostum. Sýnikennsla og verklegar tilraunir gerðar með einfalda framleiðslu. Farið yfir heimaframleiðslu í samanburði við hefðbundna mjólkurvinnslu. Rætt ýtarlega um tæki, tól og aðstöðu, sem þarf fyrir hverja ostategund. Tími gefinn í umræður um framleiðsluaðstæður og möguleika þátttakenda á heimavinnslu mjólkurafurða. Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur kennir ostagerðina og fer kennslan fram laugardaginn 10. október klukkan 10:00-17:00. Skráning fer fram á síðu fræðslunetsins; http://fraedslunet.is/index.php/namskeidh/naestu-namskeidh/n%C3%A1mskei%C3%B0/349-ostagerdh-9-kennslustundir