- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Heimsókn í slökkviliðsstöðina á Hvolsvelli
Nemendur í 3. bekk í Hvolsskóla á Hvolsvelli fóru í heimsókn á slökkviliðsstöðina á Hvolsvelli í tilefni af því að Landsamband slökkviliðs – og sjúkraflutningamanna (LSS) efndi á dögunum til Eldvarnaátaks.
Böðvar Bjarnason slökkviliðsstjóri og Ólafur Rúnarsson slökkviliðsmaður tóku vel á móti nemendum og fengu þau leiðsögn um stöðina ásamt því að fá fræðslu um þau tæki og tól sem fyrir augu bar.
Hver nemandi var svo leystur út með gjöfum, meðal annars myndskreytta sögu um slökkviálfana Loga og Glóð og vasaljós. Nemendur svara svo spurningum upp úr sögunni. Svörin við spurningunum verða svo send í samkeppni á vegum LSS í von um að verða dregin út. Erla Berglind Sigurðardóttir frá Hvolsskóla var með nemendum og sá um að allir lærðu vel um eldvarnir og Loga og Glóð.
Nemendur í 3. bekk Hvolsskóla
Böðvar Bjarason fræðir nemendur um slökkvistarfið og eldvarnir.
Erla Berglind Sigurðardóttir Hvolsskóla og Ólafur Rúnarsson slökkviliðsmaður ásamt Böðvari og nemendum.
Verkefnabókin/litabókin sem nemendur fá og leysa verkefni í.