- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Nemendur í 2., 4., 6., 8. og 10. bekkjum komu að verkefni sem unnið var í Tumastaðaskógi/Tunguskógi í Fljótshlíð. Hver hópur dvaldi einn dag í skóginum. Unnið var við göngustígagerð og lagðar nýjar gönguleiðir um skóginn. Einnig voru byggðar þrjár nýjar brýr úr efni úr skóginum. Síðan var farið í ratleik og grillað. Allir hóparnir fengu prýðisgott veður þó að stundum væri nokkuð mikill loftkuldi, en þá fundu þau mun betur hve skjólgóður skógurinn er. Markmiðið með þessari vinnu er að gera skóginn aðgengilegri fyrir hvers konar útivist og er þetta vonandi bara byrjun á því að gera skóginn að útivistarparadís í ætt við Kjarnaskóg við Akureyri sem er til fyrirmyndar. Í þessu efni er ekki annað að heyra en að nemendur vilji leggja sitt af mörkum til þess að svo megi verða. Jón Stefánsson kennari í Hvolsskóla er verkefnastjóri Grænfánans og heldur utan um þetta verkefni.