- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Karlakór Rangæinga opnaði fyrir skemmstu nýja heimasíðu karlar.is. Á síðunni er hægt að finna ýmsan fróðleik um kórinn sem vert er að kynna sér, enda öflugur og flottur kór.
Karlakórastarf hófst í Rangárþingi fyrir miðja 20 öld og í byrjun störfuðu kórarnir meira staðbundið. Karlakór Rangæinga var svo formlega stofnaður árið 1947. Kórinn hefur starfaði með einum eða öðrum hættir síðan þá og frá árinu 1990 hefur kórinn starfað samfleytt. Gunnar Marmundsson var stjórnandi kórsins frá 1990-1995. Guðjón Halldór Óskarsson tók við stjórninni af Gunnari og hefur stjórnað kórnum síðan. Hátt í 200 félagar hafa starfað með kórnum s.l. 20 ár en félagar kórsins hafa lengstum verið á bilinu 30-45, í dag eru hátt í 50 félagar í kórnum.