- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Hvolsvöllur fær glæsilega viðbót við hótelflóruna í sumar.
Framkvæmdir eru hafnar við nýtt hótel á Hvolsvelli. Hótelið, sem mun bera nafnið Hótel Lóa, rís á lóðinni við hliðina á Apótekaranum og beint á móti Lava. Fyrsta skóflustungan var tekin í vikunni og framkvæmdir komnar á fullt. Á hótelinu verður einnig veitingastaður sem verður opinn öllum.
Eins og fram kemur í viðtali á Vísi.is sem Magnús Hlynur tók verða um 30 ný störf til á Hvolsvelli með tilkomu Hótelsins.
Hótelið mun rísa hratt og á að vera tilbúið í sumar.
Viðtal við framkvæmdaraðila má finna hér.
https://www.visir.is/g/20252677757d/nytt-68-her-bergja-hotel-byggt-a-hvols-velli