- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Nýtt glæsilegt fjós að Núpi 3
Á bænum Núpi 3 undir Eyjafjöllum hefur nýtt, glæsilegt og hátt í 1000 fermetra fjós verið tekið í notkun. Það eru hjónin Guðmundur Guðmundsson og Berglind Hilmarsdóttir sem hafa ásamt börnum sínum unnið að byggingunni undanfarin misseri. Fyrir um hálfum mánuði síðan voru kýrnar fluttar yfir í nýja fjósið, sem er úr límtré og klætt með yleiningum, og fer vel um kýrnar í nýja húsnæðinu. Mjaltir ganga vel í nýja fjósinu og er öll aðstaða til fyrirmyndar. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitastjóri Rangárþings eystra fór og heimsótti Guðmund og Berglindi og skoðaði nýja fjósið.