Mánudaginn 2. febrúar n.k. verða liðin tvö ár frá því að fyrsta sporið var tekið í refilinn. Núna tveimur árum síðar er búið að sauma rúmlega 1/3 af reflinum 33,25m sem er búið að rúlla upp plús það sem er búið að sauma í þessa átta metra sem eru uppi.
Verkefnið gengur vel við fáum hrós og góðar móttökur eins og menntaverðlaun Suðurlands sem okkur voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands sýna og sanna.
Í tilefni afmælis og viðurkenningar ætlum við að hafa OPIÐ HÚS í Sögusetrinu á Hvolsvelli
mánudagskvöldið 02.02 milli kl. 20:00-22:00.
Boðið verður uppá kaffi og kökur allir velkomnir að heilsa uppá Njál og félaga og taka stöðuna á verkefninu.
Gunnhildur og Christina