- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þrjár knattspyrnukonur úr Rangárþingi munu keppa með A-landsliði kvenna á hinu árlega Algarve móti á Portúgal 2.-9. mars. Þetta eru þær Hólmfríður Magnúsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir. Hólmfríður og Dagný eru leikreyndar kempur og hafa leikið samtals 157 landsleiki en Hrafnhildur er að stíga sín fyrstu spor með landsliðinu.
Við óskum þeim góðrar ferðar og velgengni á þessu sterka móti.