Rangárþing eystra fær styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
24.02.2015
Rangárþingi eystra hefur verið úthlutað tveimur styrkjum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Um er að ræða fyrstu úthlutun sjóðsins á árinu 2015. Sveitarfélagið hlaut styrki í verkefnin „Fimmvörðuháls – númerun og hnitsetning á stikum“ samtals kr. 1.000.000.- og „Stíga- og tröppugerð við við Hamragarða“ samtals kr. 1.350.000.-
Á vef Ferðamálastofu kemur fram að alls 103 umsóknir bárust frá opinberum- og einkaaðilum sem hafa umsjón með ferðamannastöðum víðsvegar um landið. Heildarupphæð styrksumsókna var rúm 831 milljón króna en heildarkostnaður við verkefnin er áætlaður um 2 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að næst verði auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum í haust og þá vegna framkvæmda á árinu 2016