- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Mikill kraftur er núna í saumakonum og körlum sem stefna á að rúlla upp því sem er búið að sauma þann 31. mars n.k. Búið er að sauma 33.25 metra og þann 31. mars n.k. koma nýjar tölur. Verkefnið hlaut á dögunum Menntaverðlaun Suðurlands og erum við stolt af öllum þeim sem leggja verkefninu lið og margir hverjir mörgum sinnum í viku til sauma. Refillinn er í Refilstofunni í Sögusetrinu á Hvolsvelli og er opinn öllum sem vilja taka þátt í verkefninu. Refillinn er langt og mjótt veggteppi sem verður 90 metra langt þegar það verður tilbúið og segir Njálssögu. Hönnuður verksins er Kristín Ragna Gunnarsdóttir. Í Refilstofunni hafa verið til sölu vinsælir handavinnupakkar og var verið að taka upp nýja pakka með nýjum myndum.