Saumastofan á Hvolsvelli 


Á Hvolsvelli er saumastofa sem framleiðir prjónavörur úr íslenskri ull. Vörurnar fara flestar á erlenda markaði en hönnunin er íslensk. Nokkrar sérvaldar vörur eru til sölu í sveitarbúiðinni Unu á Hvolsvelli. Saumastofan er rekin af Kidka sem er prjónastofa og verslun á Hvammstanga. Eigandi Kidka er Kristinn Karsson og á hann rætur í Rangárþingið. Hjá prjónastofunni á Hvolsvelli starfa núna fjórar konur sem hafa mikla reynslu og þekkingu á starfinu, en þær störfuðu áður hjá Glófa sem flutti frá Hvolsvelli í mars s.l. Þegar við litum við í dag þá voru þær á fullu við að sauma upp í pöntun sem fer á erlendan markað. Á myndinni eru frá vinstri; María Rósa, Justyna, Kristrún og sitjandi er Irena.