- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Sigríður Aðalsteinsdóttir óperusöngkona er nýr skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga
Sigríður Aðalsteinsdóttir óperusöngkona hefur verið fastráðin sem skólastjóri hjá Tónlistarskóla Rangæinga.Staða skólastjóra var auglýst laus til umsóknar á dögunum og var Sigríður valin úr hópi mjög hæfra umsækjenda.
Sigríður lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík með 8 stig í söng og hljómfræði. Hún útskrifaðist síðan sem óperusöngkona frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg. Þá lauk hún námi til kennsluréttinda frá Kennaraháskóla Íslands og MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands árið 2013. Hún hefur víðtæka reynslu, m.a. sem fagstjóri Tónlistarskólans á Akureyri og söngkennari við Söngskóla Sigurðar Dementz Franssonar auk þess að gegna tímabundið starfi skólastjóra Tónlistarskóla Rangæinga á þessu skólaári.