Smásagnasamkeppni Goðasteins.

Héraðsritið Goðasteinn boðar til smásagnasamkeppni fyrir fjóra elstu árganga grunnskólanna í Rangárvallasýslu.

Þema keppninnar er Rangárþing en að öðru leyti eru efnistök frjáls. Sögurnar skulu ekki vera lengri en 2500 orð og berast fyrir 1. maí. Öllum nemendum í 7.-10. bekk er heimil þátttaka. Valdar verða 1-3 vinningssögur sem í kjölfarið verður ritstýrt og þær birtar í ritinu um haustið.

Dómnefndina skipa Harpa Rún Kristjánsdóttir, rithöfundur og ritstjóri Goðasteins, Bjarnveig Björk Birkisdóttir íslenskufræðingur og kennari og Gústav Þór Stolzenwald rithöfundur, leikari og fjallamaður.

Sögunum skal skila í wordskjali á netfangið godasteinnrit@gmail.com fyrir 1. maí næstkomandi. Skjalið skal bera heiti sögunnar. Í meginmáli tölvupóstsins þarf að koma fram nafn höfundar, netfang og símanúmer forráðamanna.

Vegleg verðlaun í boði.