Skólastjóri Hvolsskóla Hvolsvelli
Staða skólastjóra við Hvolsskóla á Hvolsvelli er laus til umsóknar. Leitað er að öflugum og framsýnum leiðtoga sem er tilbúinn til að leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í eflingu skólasamfélagsins í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið nær frá Eystri Rangá að Jökulsá á Sólheimasandi.
Starfssvið
• Ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi
• Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
• Ábyrgð á samstarfi við heimili og samfélag
Menntunar- og hæfniskröfur
• Kennsluréttindi og kennslureynsla á grunnskólastigi
• Reynsla af stjórnunar- og þróunarstörfum
• Framhaldsmenntun á sviðið stjórnunar og reksturs æskileg
• Forystuhæfni og færni í mannlegum samskiptum
• Metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni
Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra sýn í skólamálum, er metnaðarfullur, skapandi og áhugasamur um nærsamfélagið. Æskilegt er að skólastjóri hafi búsetu í Rangárþingi eystra. Staðan er laus frá 1. ágúst nk. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ.
Umsóknarfrestur er til 20. mars 2015
Hvolsskóli er á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra. Í skólanum eru 240 nemendur á aldrinum 6 -16 ára í 12 umsjónarhópum. Við skólann starfa 29 kennarar og 24 aðrir starfsmenn en ekki eru allir í fullu starfi. Stjórnunarteymi Hvolsskóla er auk skólastjóra, tveir deildarstjórar og vinnur stjórnunarteymið mjög náið saman. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.hvolsskoli.is.
Hvolsskóli starfar í anda Uppeldis til ábyrgðar, er Grænfánaskóli og vinnur að því að verða ART skóli. Í skólanum er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám. Hvolsskóli er eini grunnskóli sveitarfélagsins og þess vegna kemur fjöldi nemenda í skólann með skólabifreiðum úr dreifbýlinu. Í skólanum er skólaskjól og einnig er lögð áhersla á að allir nemendur fái tekið þátt í íþrótta- og félagsstarfi sem boðið er uppá í lok hefðbundins skólastarfs.
Umsóknum má skila á skrifstofu Rangárþings eystra, Hlíðarvegi 16, 860 Hvolsvöllur. Einnig má senda inn umsóknir rafrænt á netfangið isolfur@hvolsvollur.is.