- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Frú Ása Guðmundsdóttir á Hvolsvelli hefur stofnað minningarsjóð til minningar um dóttur sína Guðrúnu Gunnarsdóttur, f.5. maí 1958 d.29. april 1983.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilega tónlistarnemendur í Rangárvallarsýslu með fjárframlögum. Guðrún var mikill unnandi tónlistar og lærði á píanó í Tónlistaskóla Rangæinga á Hvolsvelli. Hún átt ekki langt að sækja tónlistaráhuga sinn, en hann sótti hún til föður síns Gunnars Guðjónssonar hljómsveitastjóra á Hvolsvelli sem einnig er látinn.
Tekjur sjóðsins eru vaxtatekjur af stofnframlagi svo og útgáfa minningarkorta. Kortin er hægt að nálgast hjá Sigurlínu Óskarsdóttur Norðurgarði 20 Hvolsvelli síma 895-8137 og Gyðu Guðmundsdóttur Freyvangi 3 Hellu sími 487-5918.
Stjórn sjóðsins skipa Ísólfur Gylfi Pálmason formaður, Ágúst Sigurðsson gjaldkeri og Sigurlín Óskarsdóttir ritari. Varamenn Júlíus P. Guðjónsson, Séra Gunnar Björnsson og endurskoðandi Águst Ingi Ólafsson.