- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þau Aðalbjörg Ásgeirsdóttir og Eyvindur Ágústsson á Stóru-Mörk voru ekki aðeins með afurðahæsta kúabú landsins 2024 eins og 2023 heldur slógu þau Íslandsmet. Er þetta í fyrsta skiptið sem ársafurðir á einu almanaksári fara yfir 9.000 kílógrömm eftir árskú á einu búi.
Hjónin leggja mikið upp úr gæðum og einsleitni gróffóðursins, og því eru öll tún með eins ræktun og heyjuð þrisvar á hverju sumri.
Við hjá Rangárþingi eystra óskum þeim innilega til hamingju og erum stolt af okkar fólki.
Frekari umfjöllun og viðtal við þau má lesa í þessari frétt hjá Bændablaðinu.