- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Svæðistónleikar NÓTUNNAR fyrir Kragann, Suðurland og Suðurnes voru haldnir í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 13. mars sl. Hópur nemenda frá Tónlistarskóla Rangæinga tók þátt í tónleikunum og stóðu sig afar vel.
Allir þátttakendur á svæðistónleiknum hlutu viðurkenningarskjal og stúlknakvartett frá skólanum hlaut sérstaka viðurkenningu og mun koma fram á Hátíðartónleikum í Norðurljósasal Hörpu þann 10. apríl. Er það sannarlega mikið gleðiefni fyrir Tónlistarskóla Rangæinga ---
Stúlknakvartettinn kemur fram á samspilstónleikum tónlistarskólans á morgun, þriðjudag 15. mars, ásamt fleiri nemendum skólans. Tónleikarnir hefjast kl. 17:00. Allir velkomnir!
Uppskeruhátíðin er ný vídd í starfsemi tónlistarskóla. Hátíðin er í senn faglega hvetjandi og skemmtilegt innlegg í skólastarfið fyrir alla aðstandendur skólanna jafnt innan veggja þeirra sem utan.
Uppskeruhátíðin er þrískipt og skipulögð þannig að allir geti tekið þátt. Þátttakendur eru: