Kynningarfundur á Selfossi

  • 6.2.2015, 9:30 - 11:30, Fræðslunetið, Fjölheimum v/Bankaveg

Tækifæri og styrkir í Erasmus+ og Creative Europe SKRÁNING

Hvar: Selfossi, Fræðslunetið, Fjölheimum v/Bankaveg
Í fjarfundi á Hvolsvelli, Vík og Kirkjubæjarklaustri
Hvenær: 6. febrúar 2015, kl. 9:30 – 11:30


Dagskrá

Fundurinn hefst kl. 09:30.  

Á undan verður á Selfossi boðið upp á morgunkaffi og tækifæri til að spjalla

Erasmus+ ný mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB – tækifæri til þátttöku fyrir skóla, sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki.

Ráðgjöf og nánari upplýsingar verða í boði fyrir áhugasama að loknum kynningum


Stutt um áætlanirnar sem verða kynntar:

Erasmus+ ný mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB hófst 2014 og gildir til 2020. Erasmus+ veitir menntastofnunum og öðrum sem koma að menntun á öllum skólastigum einstakt tækifæri til að taka þátt í Evrópusamstarfi, efla alþjóðatengsl, fylgjast með og miðla nýjungum í skólastarfi. Hér bjóðast margsvísleg tækifæri fyrir skóla, stofnanir, félagasamtök, sveitarfélög og fyrirtæki í fjölþjóðlegu samstarfi.

Markhópar Erasmus+ eru: 

  • leik- grunn- og framhaldsskólar
  • starfsmenntun 
  • fullorðinsfræðsla
  • háskólar
  • æskulýðsstarf / Evrópa unga fólksins
Menningaráætlun ESB - Creative Europe

 styrkir menningarstofnanir hvers konar, bókaútgefendur, menningarmiðstöðvar, listasöfn, leikhús, myndlist o.fl. Áætlunin styður við allar tegundir listgreina.