- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þormar Elvarsson frá Hvolsvelli stóð sig gríðarlega vel á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum innanhúss sem fram fór í Laugardalshöllinni helgina 21. – 22. febrúar. HSK Selfoss sendi þangað vaska sveit sem stóð sig með miklum ágætum og uppskar fjögur gullverðlaun, þrjú silfurverðlaun og sex bronsverðlaun, auk þess að verða í öðru sæti í stigakeppni í piltaflokki 15 ára. Í 1500 m hlaupinu í þessum sama flokki varð Þormar Elvarsson Dímon annar á tímanum 4:48,43 mín. Hann stór bætti á HSK metið í hans flokki eða um 21 sekúndu. Hann bætti einnig HSK metið í 16-17 ára flokki um fimm sekúndur. Þormar varð svo þriðji í 800m hlaupi á 2:15,20 mín. og setti HSK met í sömu tveimur aldursflokkunum. Hann bætti metið í sínum flokki um rúmar 6 sekúndur og um tvær sek.í 16-17 ára flokki. Það verður gaman að fá að fylgjast með þessum flotta strák í framtíðinni.