- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Tónlistarskóli Rangæinga auglýsir laust til umsóknar starf ritara. Um er að ræða 25% starf með starfsstöð í húsnæði skólans á Hvolsvelli. Leitað er að metnaðarfullum og áreiðanlegum einstaklingi sem býr yfir góðri tölvukunáttu og góðum samskiptahæfileikum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
· Almenn skrifstofustörf
· Svörun símtala og tölvupósta
· Utanumhald nemendaskráninga
· Afstemming skólagjalda
· Skráning prófa og skjalavarsla
· Önnur verkefni sem skólastjóri felur ritara
Menntunar- og hæfniskröfur:
· Æskilegt er að viðkomandi hafi stúdentspróf eða aðra sambærilega menntun og reynslu sem nýtist í starfi
· Góð tölvukunnátta og gott vald á íslensku máli er skilyrði
· Lipurð í samskiptum
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2025. Ásamt umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda til starfsins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Christiane L. Bahner, starfandi skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga á netfanginu christiane@tonrang.is þar sem jafnframt er tekið á móti umsóknum.
Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.