- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Tour de Hvolsvöllur verður þann 27. júní 2015
Tour de Hvolsvöllur er skemmtileg götuhjólreiðakeppni þar sem boðið er upp á tvær vegalengdir, lengd brautar frá Reykjavík er 109 km og lengd brautar frá Selfossi er 48 km. Keppni fer fram laugardaginn 27. júní 2015.Afhending gagna fer fram sem hér segir:
Reykjavík: Föstudaginn 26. júní kl. 13-18 í TRI, Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík
Selfoss: Föstudaginn 26. júní kl. 13-18 í BYKO, Langholti 1, 800 Selfoss
Keppnisgjald er kr. 4500.- fyrir lengri braut (Reykjavík) og kr. 3500.- fyrir styttri braut (Selfoss).
Rangárþing eystra tekur vel á móti keppendum á Hvolsvelli og býður upp á súpu og grillaðar pylsur frá SS á miðbæjartúninu. Þá verða glæsileg útdráttarverðlaun fyrir alla sem tóku þátt og verðlaunapeningar fyrir fyrstu 3 sætin í öllum flokkum, en í ár verður í fyrsta skipti keppt í aldursflokkum.
Upplýsingar og skráning fer fram á hjolamot.is