- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í morgun fór fram undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina hjá 7. bekk Hvolsskóla. Keppnin fór fram í Sögusetrinu. Það voru þær Selma Friðriksdóttir og Inga Rós Sveinsdóttir sem stóðu sig best og fara þær áfram í aðalkeppnina sem fulltrúar skólans. Til vara eru þær Svala Valborg Fannarsdóttir og Íris Beata Dudziak. Aðal keppnin verður haldin á Laugalandi í Holtum 24. mars. Þar munu þær etja kappi við aðra skóla á Suðurlandi.
Ólafur Örn íslenskukennari í 7. bekk og Christina umsjónarkennara sáu um æfingar fyrir keppnina. Dómarar voru Friðrik Erlingsson, Magnús Halldórsson og Pétur Halldórsson.