Þann 7. janúar sl. auglýsti skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra eftir tillögum frá íbúum að nöfnum fyrir tvær nýjar götur á Hvolsvelli.
Um er að ræða annars vegar götu suðvestan við Austurveg, á bak við Apótekið:
Og hins vegar um götu norðan við Bergþórugerði út frá Vallarbraut:
Fjöldi skemmtilegra og áhugaverðra tillagna skiluðu sér inn en það var svo í höndum skipulags- og umhverfisnefndar að velja úr innsendum tillögum.
Nefndin valdi að skýra götuna suðvestan við Austurveg Lyngmóa og götuna norðan við Bergþórugerði, Flosagerði.
Það voru þær Þuríður Vala Ólafsdóttir, Hafdís María Jónsdóttir og Svandís Þórhallsdóttir sem sendu inn þær tillögur sem fyrir valinu yrðu og fengu að launum blómvönd og gjafabréf fyrir kvöldverð á Midgard.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar öllum þeim sem sendu inn tillögur kærlega fyrir.