- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Það var Rótarýklúbbur Rangæinga og lögreglustjórinn á Suðurlandi sem stóðu fyrir fjölmennu málþing í Gunnarsholti í dag. Málþingið bar heitið Fararheill eða feigðarflan og rúmlega eitt hundrað gestir mættu. Dagskráin var fjölbreytt og áttu erindin það öll sameiginlegt að taka til öryggi ferðamanna og náttúruverndar með einum eða öðrum hætti. Gestir almennt ánægðir með málþingið og mikilvægi málefnanna sem þar voru kynnt.