- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Vorhreinsun í Rangárþingi eystra 29. maí - 7. júní 2015
Árleg vorhreinsun í Rangárþingi eystra er framundan og eru allir hvattir til að fegra umhverfið sitt m.a.með hreinsun garða, girðinga og umhverfi býla í dreifbýlinu. Vorhreinsunin er á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu og verður í Rangárþingi eystra dagana 29. maí – 7. júní 2015. Gámar í Rangárþingi eystra verða staðsettir á eftirtöldum stöðum: Skógum, Heimalandi, A-Landeyjum, V- Landeyjum og Fljótshlíð. Umgengni lýsir innri manni og öll viljum við vera stolt af okkar fallega sveitarfélagi.