- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Síðustu daga hefur veðrið leikið við íbúa sveitarfélagsins og fólk á öllum aldri hefur notið þess að eyða tímanum í útiveru.
Krakkar úr 10. bekk Hvolsskóla voru að raka lauf og fegra umhverfið á Hvolsvelli en fyrir það fá þau fjármagn í ferðasjóðinn sinn.
Leikskólabörnin hafa alltaf gaman að útiverunni og nemendur og kennarar á Óskalandi voru í göngutúr í morgun. Þeir eru ansi stuttir fæturnir á þeim nokkrum og er þá gott að grípa til ferðakerrunnar góðu sem leikskólinn á.