Byggðarráð Rangárþings eystra
115. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, miðvikudaginn 31. október 2012 kl. 08:10
Mætt: Elvar Eyvindsson, varamaður Kristínar Þórðardóttur, Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, varamaður Lilju Einarsdóttur, Guðmundur Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.
Hún leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.
Dagskrá:
Erindi til byggðarráðs:
- Viðauki, endurskoðun fjárhagsáætlunar Rangárþings eystra 2012.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn.
- Drög að fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2013, ásamt áætlun til 2016.
Samþykkt að leggja framkomnar tillögur fyrir sveitarstjórn til fyrri umræðu.
- Kauptilboð í Hvolstún 32A á Hvolsvelli.
Byggðarráð samþykkir kauptilboðið.
- Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs., sameining félagsmála- og barnaverndarnefndar frá 1. janúar 2013.
Byggðarráð samþykkir sameininguna.
- Skotfélagið Skyttur, bréf dags. 01.10.12, ósk um fjárstuðning Rangárþings eystra til að fjárfesta í rafmagni á íþróttasvæði félagsins.
Samþykkt að vísa erindinu til sveitarstjórnar.
- Blindrafélagið, bréf dags. 15.10.12, leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
Erindinu vísað til félagsmálastjóra.
- Stangveiðifélag Rangæinga, bréf dags.11.10.12, varðandi safn um starfssemi félagsins í Sögusetrinu.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
- SÁÁ vegna átaksins betra líf bréf frá 18. október s.l.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í átakinu Betra líf- mannúð og réttlæti.
Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga í Rangárvallasýslu:
- 1. fundur skipulags- og byggingarnefndar Rangárþings eystra 22.10.12
Staðfest.
2. Fundur í stjórn Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Rangárþings bs.
08.10.12 Staðfest.
Fundargerðir nefnda sveitarfélaganna í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu:
- 56. fundur Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. 15.10.12 Staðfest.
- Aðalfundur Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. 03.10.12 Staðfest.
Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga á Suðurlandi:
- 459. fundur stjórnar SASS 21.09.12
- 460. fundur stjórnar SASS 17.10.12
- Fundur í kjörnefnd SASS 15.10.12
- 142. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 02.10.12
- 309. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 05.09.12
- 310. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 10.09.12
Mál til kynningar:
- 6. verkfundur v. Byggingar íþróttamiðstöðvar frá 25. okt. sl.
- Bréf frá Ítölunefnd dags. 09.10.12
- Ásahreppur, bréf dags. 22.10.12, varðandi skipulags- og byggingafulltrúaembætti.
- Orkustofnun, bréf dags. 22.10.12, lagning háspennustrengs á veitusvæði RARIK.
- Bréf RARIK til Orkustofnunar dags. 19.10.12, varðandi lagningu háspennustrengs á veitusæði RARIK.
- Minnispunktar, fundur í Vegagerðinni um Þórólfsfellsgarð við Markarfljót og skaðabótakröfur nokkurra landeigenda 17. september 2012.
- Fornleifavernd ríkisins, bréf dags. 19.09.12, varðandi Ey II, Rangárþingi eystra.
- Fornleifavernd ríkisins, bréf dags. 19.09.12, varðandi Kirkjuhvolsreit á Hvolsvelli, Rangárþingi eystra, deiliskipulagsbreyting.
- Fornleifavernd ríkisins, bréf dags. 18.09.12, Skógar undir Eyjafjöllum, Rangárþingi eystra – DSKL
- 8. fundur stýrihóps rammaáætlunar um Fjallabakssvæðið 11.09.12
- Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 17.10.12, staðfesting að breytingu um stjórn og fundarsköp Rangárþings eystra.
- Bréf Ísólfs Gylfa Pálmasonar, sveitarstjóra dags. 21.10.12, tilkynning um að Anton Kári Halldórsson, byggingafræðingur hefur verið ráðinn byggingarfulltrúi frá 1. október 2012.
- Minnispunktar frá vinnufundi velferðarráðherra með Sambandi íslenskra sveitarfélaga 25. september 2012 – endanlegir.
- Ályktanir frá fulltrúafundi Landssamtakanna Þroskahjálp 12.- 14. okt. 2012.
- Línudans ehf, bréf dags. 09.10.12, raforkuflutningskerfi – Þróun og uppbygging.
- Umsóknir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
- Framkvæmdir á lóð nr. 1 í frístundabyggðarhverfi í landi Hallskots, Rangárþingi eystra.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Elvar Eyvindsson
Ísólfur Gylfi Pálmason
Guðmundur Ólafsson