- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
F U N D A R G E R Ð
149. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 25. febrúar 2016 kl. 08:10
Mætt: Kristín Þórðardóttir, Lilja Einarsdóttir, Christiane L. Bahner, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.
Hann leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.
Erindi til byggðarráðs:
1.Fjárhagsáætlun Kirkjuhvols 2016
Samþykkt samhljóða
2.1602068 Samningur milli HS Veitna hf. (HS) og Rangárþings eystra um kaup á fersku vatni.
Sveitarstjóra falið að gera athugasemdir við d og c lið, 1.gr. samningsdraga.
3.1602007 Erindi vegna hugsanlegrar byggingu hótels við Heimaland
Haldinn var kynningarfundur 8. febrúar sl. að Heimalandi til að kynna hugmyndina fyrir íbúum. Í kjölfarið barst Sveitarstjórn undirskriftarlisti þar sem fjölmargir íbúar Vestur-Eyjafjalla lýstu yfir að þeir væru mótfallnir því að byggja hótel á íþróttavellinum við félagsheimilið Heimaland. Byggðarráð hvetur eigendur Víghóls ehf. kt. 670512-0540, Áslandi 3, 270 Mosfellsbæ, til þess að velja annan stað í sveitarfélaginu til byggingar hótels.
Sveitarstjóra falið að svara óformlegu kauptilboði Víghóls ehf.
4.1602109 Tilboð í leigu á Seljalandsskóla og Paradís
Tilboð bárust frá Búmannsklukkan ehf kt. 540592-2689, Nicetravel ehf kt. 650712-0800, TG Travel kt. 561208-0500, Glóa ehf kt. 601201-2910 og Ólafi Kr. Sigurðssyni. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Fundargerðir:
1.1602067 176. Stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 12.02.16 Staðfest
2.1602066 1. fundur vinnuhóps um Starfsmannastefnu Rangárþings eystra 12.02.16 Staðfest
Mál til kynningar:
1.1601017 Vegagerðin, umsókn um styrk til samgönguleiða.
2.1602049 Héraðsnefnd Vestur-Skaftafellssýslu, bréf móttekið 12.02.16, varðandi málalykil og bílastæðagjöld við Skógafoss.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:05
__________________________________________________
Ísólfur Gylfi PálmasonLilja Einarsdóttir
__________________________________________________
Kristín ÞórðardóttirChristiane L. Bahner