- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
158. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 24. nóvember 2016 kl. 08:10.
Mætt: Kristín Þórðardóttir, Lilja Einarsdóttir, Christiane L. Bahner, Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi,sem ritaði fundargerð og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs, sem setti fund og stjórnaði honum.
Ísólfur Gylfi Pálmason, formaður byggðarráðs, leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.
Erindi til byggðarráðs:
1.1611033 HSK: styrkbeiðni fyrir starfsárið 2017. Formaður kynnti bréf frá 10. nóvember þar sem óskað er eftir styrk til Héraðssambandsins Skarphéðins. Byggðarráð samþykkir að styrkja um 100 kr. á hvern íbúa.
2.1611050 Kvennaathvarfið: Umsókn um rekstrarstyrk 2017. Formaður kynnti bréf dagsett í nóvember 2016 þar sem óskað er eftir styrk til Kvennaathvarfsins. Byggðarráð samþykkir að styrkja Kvennaathvarið um 150.000 kr.
3.1611047 29. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs 17.11.16. Þar kemur fram að viðbótar fjárþörf verkefnisins til áramóta er um kr. 4.000.000. Byggðarráð samþykkir að greiða hlut sveitarfélagsins sem er kr. 2.000.000.
4.1611040 Hvolstún 30: Tryggingarbréf. Afgreiðslu frestað. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá lóðaleigusamningum varðandi Hvolstún 30a,b,c og d.
Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga:
1.1611032 32. fundur fræðslunefndar Rangárþings eystra 8.11.16. Fundargerð samþykkt.
2.1611044 3. fundur orku- og veitunefndar Rangárþings eystra 16.11.16. Fundargerð samþykkt.
3.1611036 148. fundur stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga 8.11.16. Fundargerð samþykkt.
4.1611031 Heilbrigðiseftirlit Suðurlands: Fundargerð aðalfundar 20.10.16. Fundargerð samþykkt.
5.1611034 Bergrisinn bs.: aðalfundur 2016 12.10.16. Fundargerð samþykkt.
6.1611037 250. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 7.11.16. Fundargerð samþykkt.
7.1611052 SASS: fundargerð aðalfundar 21.-22. október 16. Fundargerð samþykkt.
8.1611053 Sorpstöð Suðurlands bs.: fundargerð aðalfundar 2016.21.10.16. Fundargerð samþykkt.
Mál til kynningar:
1.1611035 Jöfnunarsjóður: áætluð framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum 2017.
2.1611038 Mannvirkjastofnun: krafa um gerð brunavarnaráætlunar fyrir Rangárþing eystra. Brunaáætlun sveitarfélagsins er í vinnslu.
3.1611049 Nýjar úthlutunarreglur Námsgagnasjóðs
4.1611048 Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Hlíðarvegar (2332) af vegaskrá. Sent til Samgöngu- og umferðarnefndar til upplýsinga.
5.1611010 Tilkynning um niðurfellingu Hvítanesvegar (2508) af vegaskrá. Sent til Samgöngu- og umferðarnefndar til upplýsinga.
6.1611011 Tilkynning um niðurfellingu Mið-Markarvegar (2403) af vegaskrá. Sent til Samgöngu- og umferðarnefndar til upplýsinga.
7.1611043 Rauðsbakki: krafa til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08:50.