- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Dagskrá fundarins:
1. Gerð skólastefnu
Verklag við gerð skólastefnu fyrir sveitarfélagið kynnt. Samið var við Capacent um vinnu við gerð skólastefnunnar. Búið er að hafa greiningarfundi með starfsfólki og foreldrum skólanna. Tókust þeir vel. Framundan er skólaþing sveitarfélagsins og verður það haldið þann 27. nóvember n.k.
Skólaþingið verður með þeim hætti að nemendur skólans taka þátt í þinginu eftir hádegi og foreldrar og aðrir áhugasamir taka þátt um kvöldið. Þingið verður með þjóðfundastíl. Fræðslunefnd hvetur alla áhugasama til að mæta og taka þátt.
2. Starfið í Leikskólanum Örk
Heiða kynnti starfsáætlun leikskólans. Mögulega verða nemendur í leikskólanum um eitt hundrað eftir áramót miða við umsóknir um leikskólavist. Mönnun er góð en verið er að auglýsa eftir starfsfólki m.a. vegna veikinda og fjölgun nemenda í skólanum.
Búið er að ráða í 50% stöðu til viðbótar í eldhúsi.
Mikil vinna er við aðalnámskrá leikskólans og bætist hún við þetta skólaárið en leikskólinn fékk auka fjárveitingu vegna vinnu við námskránna.
Fyrsti af þremur verkþáttum við gerð aðalnámskrárnar er búinn.
3. Starfið í Hvolsskóla
Að undanförnu hafa verið sjö kennaranemar í Hvolsskóla að kynna sér starf skólans. Í skólanum er mikið um að vera þessa dagana og má þar nefna að umboðsmaður barna kemur og hittir nemendur á elsta stigi í tengslum við dag eineltis. Umsjónakennarar munu vinna með nemendum sínum í tengslum við daginn.
Framundan er hátíð sem verður í skólanum en þann 8. nóvember n.k verður tekið á móti Græn fána skólans í þriðja sinni.
Vísindaferð 7 bekkjar var farin nú fyrir stuttu og var farið að Sólheimajökli og mælt hvað jökullinn hefur hopað. Björgunarsveit Dagrenningar tók þátt í þessari ferð og var skólanum til halds og traust.
Samstarf við Tumastaðaskóg er í gangi og útikennslustofan við skólalóðina er að taka á sig flotta mynd og er farin að nýtast vel til kennslunnar.
Norræna bókasafns vikan verður vikuna ll - 15 nóvember 2013 en þá verða 6-12 ára nemendum boðið að hlusta á sögur sem verða lesnar upp á bókasafninu. Um er að ræða sömu sögurnar sem lesnar verða á öllum Norðurlöndum.
Dagur íslenskrar tungu veður haldin 14. nóvember og veðrur þá Njála lesin upp og eru það nemendur í 10 bekk sem lesa. Gestir eru velkomnir og veitingar verða í boði. Einnig taka aðrir nemendur þátt í deginum með uppákomum ýmiskonar. Eva María Jónsdóttir verður heiðursgestur og Njálurefillinn verður kynntur fyrir gestum og nemendum. Árshátíð yngsta stigs verður haldin 28. nóvember.
4. Skólanámskrá kynnt
Sigurlín kynnti drög að nýrri skólanámskrá og sagði að vinna við aðalnámskrá skólans sé í vinnslu og gangi vel. Skólanámskrá almenni hluti og starfsmannahandbók í aðalnámskránni eru lokið.
Fræðslunefnd vill benda á að auka má samstarf á milli deilda innan skólans til að auðvelda nemendum, starfsfólki og foreldrum flutning á milli deilda.
5. Lestrakennsla í Hvolsskóla. Aðferðir og viðmið – Birna deildarstjóri yngsta stigs
Birna deildastjóri yngsta stigs kynnti aðferðir og viðmið sem notuð eru í grunnskólanum. Gott samstarf er á milli skóla og leikskóla, mikil málörvun er í leikskóla. Hljóm 2 er gert í leikskólanum og þar koma fram mikilvægar upplýsingar fyrir skólann. Gerð er stafakönnun í upphafi grunnskólagöngu. Byggt er ofan á þekkingu nemenda úr leikskóla í skólanum. Unnið er eftir hljóðaðferðinni við lestrakennslu. Gerðar eru 2-3 lesmælingar á önn og gripið er inni í ef engar framfarir eru á milli tveggja mælinga.
Notaðar eru fjölbreyttar kennsluaðferðir í lestrarkennslu. Mikil áhersla er á lestur og lesa nemendur heima og í skóla, nemendur eiga að lesa upphátt að lágmarki 5 sinnum í viku og samvinna við heimili og skóla er mikilvægt. Áhersla er á endurtekningu í lestri, þannig að hver blaðsíða er lesin þrisvar sinnum.
Viðmið skólans eru 200 atkvæði á mínútu í 4 bekk en á elsta stigi er miðað við 350 atkvæði á mínútu til að teljast fluglæs. Reglulega eru lestrarpróf.
Ef lestarnám gengur hægar en vonir stóðu til er ýmis úrræði til staðar hjá skólanum. Einnig er til staðar sérkennslukennari sem getur tekið nemendur í ákveðna les þjálfun og oft ná nemendur góðri færni með slíkri þjálfun, slíkt er ávallt gert í samstarfi með foreldrum. Áhersla skólans er að leita leiða til að aðstoða alla á þeirra forsendum. Allir nemendur eiga skráðan lestrarferil frá 1. bekk upp í 10. bekk. Birna bendir á helstu lykilþætti í lestrarnámi og segir að undirstaðan sé samstarf á milli heimil og skóla og lestur fyrir og með börnum sé meginundirstaða fyrir góðu lestrarnámi.
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Unnur Óskarsdóttir Benedikt Benediktsson
Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Heiða Björg Scheving
Pálína Björk Jónsdóttir
Esther Sigurpálsdóttir
Berglind Hákonardóttir
Majken Egumfeldt-Jörgensen