- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Mættir voru: Benedikt, Lárus Viðar, Bóel, Bjarki Oddsson og Helgi Jens. Ólafur Örn ritaði fundargerð. Helga Guðrún boðaði forföll Bjarki Oddsson varamaður hennar mætti á fundinn undir lið 2 vegna vanhæfis í lið 1. Jónas boðaði forföll og Aníta einnig og eftir lið 1 yfirgaf Helgi fundinn og Lárus tók við
1. Samningur við KFR – endurnýjun. Helgi Jens kom inn fyrir Lárus Viðar sem var vanhæfur.
Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd leggur til að styrkurinn til yngri flokka KFR verði hækkaður í 2.400.000 krónur. Starfið hjá KFR er mjög umfangsmikið og kostnaðurinn mikill, reksturinn dýr, æfingagjöld hafa hækkað en það hefur ekki verið nóg til að standa undir rekstri og auknum kostnaði. Auk þess leggur nefndin til að breyting verði á 5. grein þannig að leikmenn meistaraflokks mæti á tvær æfingar hjá yngri flokkunum félagsins á tímabilinu apríl – september og það þetta komi í staðinn fyrir hreinsunarstarf. Fyrir það fái þeir greitt 500.000 krónur. Með þessu náum við að kynna vel meistaraflokkinn fyrir yngri iðkendum félagsins og beina kröftum eldri leikmanna í yngri flokka starfið.
2. Íþróttamannvirki – Hrafnkell verður gestur. Þessum lið var frestað.
3. Staðan í málaflokknum - Ólafur Örn
Ólafur fór yfir það helsta sem er á döfinni og það sem framundan er s.s. leikjanámskeið/tómstundnámskeið Dímonar sem er í sumar. Nefndarmenn voru sammála að meiri áhersla mætti vera á frjálsar íþróttir þar sem frjáls íþróttadeild Dímonar sér um námskeiðið. Einnig velti Ólafur fyrir sér fjölda og aldri flokks-/verksstjóra í vinnuskólanum sem og umbunarkerfi. Hann sagði frá forvarnarhópnum og forvarnaráætlun, smávægilegum breytingum á samfellunni eftir áramót, ungmennaráð hefur verið að funda og hefur hug á að halda ungmennaþing fyrir ungmenni sveitarfélagsins. Aldurstakmörk í líkamsrækt voru rædd og ákvað nefndin að hafa mörkin áfram þannig að þeir sem eru í 9. og 10. bekk fá áfram aðgang að líkamsræktinni en 7. og 8. bekkur má mæta með forráðamanni.
4. UMFÍ ,,Ungt fólk og lýðræði 2015“ bréf dagsett 18.12.2014 – vísað í ungmennaráð og ungmenni hvött til að mæta.
5. Ungmennafélag Íslands ,,auglýsing vegna undirbúnings og framkvæmdar við Landsmót UMFÍ árið 2017“. Bréf dagsett 10.12.14, - málið var kynnt en nefndin taldi það ekki raunhæft að sækja um landsmót að þessu sinni.
6. Ungmennafélag Íslands ,,Samþykkt tillögu um þakkir til sveitarfélaga“ bréf dags. 12.12.14, -nefndin þakkar fyrir það.
7. Íþróttamaður ársins – umræður. Ákveðið var að hafa þá sem til greina koma 15 ára eða eldri, með lögheimili í Rangárþingi eystra og/eða hafa leikið með félagi í sveitarfélaginu a.m.k. 8 mánuði á árinu. Félög geta tilnefnt fleiri en einn, auk þess mun íþrótta og æskulýðsfulltrúi tilnefna einn. Öll þau sem tilnefnd eru verða tilkynnt 17. júní og þeim veitt viðurkenning.
8. Fundargerð Ungmennaráðs frá 7. nóvember 2014 – nefndi taldi ekki nauðsynlegt að kaupa spjaldtölvu fyrir félagsmiðstöðina þar sem þau efuðust um notagild en mögulega væri borðtölva mjög hentug lausn.
9. Afgreiðsla sveitastjórnar v/launa ungmennaráðs – Nefndin fagnar því að ungmenni í ungmennaráði fái greitt fyrir sína fundi.
10. Hjólabrettaaðstaða – ákveðið var að boða til fundar meðal íbúa, athuga staðsetningu og undirlag. Ólafur gengur í það mál.
11. Ungmenna- og áramótaballið, framtíð þess – ábending nefndarmanna til þeirra sem halda ballið að það tekið upp ,,gamla“ fyrirkomulagið þ.e. að ballið verði markaðssett sem skemmtun fyrir heimamenn og gesti þeirra.
12. Skipulag íþróttasvæðis og framtíðarsýn. Það ljóst að Rangárþing eystra er á eftir öðrum sveitarfélögum hvað varðar aðstöðu fyrir iðkendur sína í frjálsum íþróttum og knattspyrnu. Mikil umræða um gervigras eða yfirbyggt hús t.d. stálgrindarhús eða hús sambærilegt og það sem er í Hveragerði yrði mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið.
13. Möguleg staðsetning á Folfvelli – ef af verður. Ólafur var beðinn um að skoða möguleika á styrkum til þessa verkefnis.
14. Vallarstjóri og ábyrgð útisvæðis. Umræða um íþróttasvæðið, vallarstarfmann og annað sem tengist íþróttasvæðinu.
Önnur mál.
Hlaupabretti í líkamsrækt, það er slysahætta af þeim. Lagt var til að kaupa eitt nýtt bretti. Athuga einnig kostnað á því að gera upp gömlu/nýju brettin.
Fundi slitið 19:30.