F U N D A R G E R Ð

161. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 30. mars kl. 08:10.

Mætt: Lilja Einarsdóttir, Kristín Þórðardóttir, Christiane L. Bahner, Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi, sem ritaði fundargerð og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs, sem setti fund og stjórnaði honum.

Formaður bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram. Formaður bað um að tekið yrði á dagskrá bréf frá sveitarstjóra Borgarbyggðar vegna afgreiðslu Jöfnunarsjóðar sem liður 6. Hann bað um að bréf í 4 dagskrárlið yrði tekið út af dagskrá enda málið hjá félagsmálastjóra. Það var samþykkt.

Dagskrá:

Erindi til byggðarráðs:
1.1611065 Kirkjuhvoll: fjárhagsáætlun 2017. Formaður lagði fram fjárhagsáætlun Kirkjuhvols fyrir árið 2017 
Fjárhagsáætlun 2017
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld    15.000.000
Rekstrargjöld samtals                      357.050.000
Rekstrartekjur samtals                     343.300.000

Rekstrarniðurstaða                           -13.750.000
Fjárhagsáætlun Kirkjuhvols 2017 samþykkt samhljóða.

2.1703050 Trúnaðarmál 

3.1703052 Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.: ábyrgð á láni frá Lánasjóði sveitarfélaga. Samþykkt að taka málið fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar þann 10. apríl n.k.
 
4.1703057 Katla Jarðvangur: DMP – skipulags- og verndaráætlun fyrir Kötlu jarðvang. Hér er óskað eftir tilnefningum frá sveitarfélaginu til þess að sitja í nefnd vegna skipulagsáætlunarinnar. Samþykkt var að eftirfarandi sætu í nefndinni: Ísólfur Gylfi Pálmason, Lilja Einarsdóttir, Christiane L. Bahner, Árný Lára Karvelsdóttir, Anton Kári Halldórsson.

5.1703064 Kauptilboð: Núpur 2. 
Lagt fram kauptilboð frá Sverri Guðmundi Guðmundssyni um kaup á jarðarhlutum (spildum) úr jörðinni Núpur 2 (Landnúmer 163790, Fastanúmer 219-1987) í Rangárþingi eystra.
Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir að selja spilduna úr jörðinni Núpur 2.


6.Bréf frá sveitarstjóra Borgarbyggðar v. afgreiðslu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á tekjuauka vegna laga nr. 139/2013.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í undirbúningi málsóknar sem sveitarfélög hyggjast undirbúa þar sem krafist verður viðurkenningar á bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna skerðingar á jöfnunarframlögum til sveitarfélaganna, verði fyrirliggjandi frumvarp að lögum.

Fundargerðir:
1.1703053 185. fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 16.03.17. Staðfest.
2.1703067 186. fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 27.03.17. Staðfest.
3.1703054 3. fundur í Öldungaráði Rangárvallasýslu. 09.03.17. Staðfest.
Byggðarráðs Rangárþings eystra samþykkir samþykktir Öldungaráðs Rangárvallasýslu.
4.1703068 42. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu. 27.03.17. Staðfest.
5.1703047 517. fundur stjórnar SASS 03.03.17. Staðfest.
6.1703048 178. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 17.03.17. Staðfest.
7.1703058 254. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 22.03.17. Staðfest.

Mál til kynningar:
1.1611043 Sjónarmið Hríseyjar ehf.: svarbréf leyfishafa.
2.1703045 Midgard: Rekstrarleyfi: Gisting.
3.1703046 Midgard: Rekstrarleyfi: Veitingahús.
4.1612047 Hlíðarvegur 17: Rekstrarleyfi: Endurnýjun.
5.1703055 Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu: starfsmaður hættir.
6.1703057 DMP: stefnumarkandi stjórnunaráætlanir.
7.1703063 Leynileikhúsið.
8.1703051 Aukavinna sveitarstjórnarmanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:02


__________________________________________________
Ísólfur Gylfi Pálmason        Lilja Einarsdóttir


__________________________________________________
Kristín Þórðardóttir                                  Christiane L. Bahner