- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
163. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra
FUNDARGERÐ
163. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli,
fimmtudaginn 22. júní 2017 kl. 08:10
Mætt: Þórir Már Ólafsson, Birkir A. Tómasson , Christiane L. Bahner, áheyrnarfulltrúi,
Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Ísólfur Gylfi Pálmson, formaður byggðarráðs
sem setti fund og stjórnaði honum.
Formaður leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.
Dagskrá:
Erindi til byggðarráðs:
1. Bréf Atgeirs ehf dags. 02.06.17, beiðni um fjárveitingu vegna myndlistarsýningar
í tilefni af því að í ár eru 120 ár liðin frá fæðingu Ólafs Túbals.
Formaður kynnti erindið. Byggðaráð samþykkir að styrkja sýninguna um kr. 250.000.-
2.Verksamningur við JÁ verk um Austurveg 4, Hvolsvelli, verslun og skrifstofur, ásamt fylgigögnum:
Formaður lagði fram verksamninginn sem áður hefur verið kynntur í sveitarstjórn. Byggðarráð staðfestir verksamninginn.
3.Vegagerðin, tillaga um lækkun umferðarhraða frá Þorvaldseyri að Steinum. Formaður kynnti erindi Vegagerðarinnar.
Byggðarráð samþykkir tillögu um lækkun hámarkshraða á þessu svæði.
4.Lántaka Kirkjuhvols vegna byggingarframkvæmda.
Ákvörðun um veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs
til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í
lánsamningi vegna láns Kirkjuhvols frá Lánasjóði sveitarfélaga:
Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir hér með á byggðarráðsfundi að veita
einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar,
sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Kirkjuhvols
hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 400.000.000 með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055,
í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem byggðarráð hefur kynnt sér.
Nær samþykki byggðarráðs jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til fjármögnunar á viðbyggingu við hjúkrunar- og dvalarheimilið sem felur í sér að vera verkefni
sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ísólfi Gylfa Pálmasyni, kennitala 170354-3039 veitt fullt og ótakmarkað umboð
til þess f.h. Rangárþings eystra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka,
undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt samhljóða.
5.Sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, fyrri umræða.
Formaður kynnti tillöguna sem er sameiginleg lögreglusamþykkt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi
og nú lögð fyrir öll allar sveitarstjórnir á Suðurlandi.
Lagðar eru til breytingar á 2. gr. þar segir í lok greinarinnar: „ Í samþykkt þessari merkri orðið „byggð“ þau svæði
sem ekki falla undir hugtakið óbyggðir en „ óbyggðir“ eru landsvæði þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu og þar sem,
mannvirki eru ekki til staðar eða eru lítt áberandi“.
Einnig er gerð breyting á 15 gr. „ kveikja í bálköstum fellur út en við bætist Ekki má á almannafæri kveikja í bálköstum
nema með leyfi sýslumanns.
Byggðarráð samþykkir að vísa lögreglusamþykktinni til síðari umærðu með viðkomandi breytingum og viðauka.
Óskað verður eftir umsögn lögreglustjóra um samþykktirnar.
6.Stöðureitir og gjaldtaka:
Formaður lagði fram tillögu.
Gjaldtaka í stöðureitum
Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir að settar verði reglur um notkun stöðureita og gjaldtöku fyrir hana í landi
og umráða sveitarfélagsins þ.m.t. landi í eigu Héraðsnefndar Rangárvallasýslu og þjóðlendum innan marka sveitarfélagsins.
Reglurnar verða unnar í samvinnu við lögreglustjóra enda þurfa reglurnar samþykki lögreglustjóra.
Byggðarráð samþykkir að innheimt verði gjald skv. 2. mgr.laga nr. 50/1987 með síðari breytingum ( bílastæðagjöld)
á stöðureitum á landi í umráðum hennar þ.m.t. lögn Héraðsnefndar Rangárvallasýslu og á þjóðlendum innan marka sveitarfélagsins.
Samþykki ráðherra sem fer með málefni þjóðlendna þarf fyrir gjaldtöku innan þjóðlendnanna.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi gjaldskrá:
Fólksbíll kr. 700
Ofurjeppi kr. 1.500
Rúta kr. 3.000 ( 10 farþegar eða meira ).
Gjaldtökunni skal varið til standa straum af byggingarkostnaði,
viðhaldi og rekstri stöðureita og bifreiðageymsla til almenningsnota, s.s. salernisaðstöðu , gerð og viðhalds göngustíga
og tengingu við önnur samgöngumannvirki.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og gjaldskrána.
7.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið bréf dags. 08.06.17, beiðni um umsögn: Formaður kynnti erindið.
Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar er varðar beiðni um undanþágu frá ákvæði reglugerðar um stærð og þyngd ökutækja nr. 155/2007.
Beiðnin stafar frá ferðaþjónustufyrirtæki sem æskir þess að nota sérsmíðaða bifreið til jöklaferða,
en stærð og þyngd hennar uppfyllir ekki kröfur reglugerðar nr. 155/2007.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við undanþáguna svo fremi sem landeigendur á því svæði sem bifreiðin fari um
gefi skriflegt leyfi sitt fyrir að bifreiðin megi fara um lönd þeirra.
8.Samningur Rangárþings eystra og Heflunar ehf um lagningu á ljósleiðararörum á svæðinu,
auk niðursetningar tengiskápa og jarðvegsbrunna í öðrum áfanga verkefnisins.
Formaður kynnti samninginn en áður hefur verið samþykkt í sveitarstjórn að ganga til samningaviðræðna við verktakann.
Byggðarráð samþykkir samningin með 2 atkvæðum ÍGP og ÞMÓ. BAT situr hjá.
9.Viðlagatrygging Íslands, mikilvægi skráningar verðmæta sveitarfélaga.
Formaður kynnti bréfið en þar er bent á mannvirki í sveitarfélaginu sem eðlilegt er að tryggja viðlagatryggingu.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri feli skipulagsfulltrúa að taka saman upplýsingar
um mannvirki sem eðlilegt er að tryggja og ganga frá tryggingum m.t.t. þess.
10.Sælubúið efh., ársreikningur 2016. Formaður lagði fram reikninga Sælubúsins. Byggðarráð samþykkir reikninginn.
11.Ársreikningur Kirkjuhvols 2016 lagður fram. Formaður lagði fram reikninga Kirkjuhvols 2016.
Byggðarráð samþykkir reikningana og þakkar hjúkrunarforstjóra og starfsfólki fyrir vel unnin störf.
12.51. fundur skipulagsnefndar Rangárþings 20.06.17. Á fundinn mætir skipulagsfulltrúi Anton Kári Halldórsson og kynnir eftirfarandi mál:
SKIPULAGSMÁL:
1.1706031Ormsvöllur 7a - Lóðarumsókn
Guðjón Jónsson kt. 130258-4419, sækir um að fá úthlutað lóðinni Ormsvöllur 7a undir byggingu iðnaðarhúsnæðis.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar.
2.1706030Hvolstún 16 – Lóðarumsókn
Ingólfur Eyberg Kristjánsson kt. 211189-2159, sækir um að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 16, undir bygigngu íbúðarhúss.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar.
3.1706029Hvolstún 25 – Lóðarumsókn
Kristján Guðmundsson kt. 210548-4409, sækir um að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 25, undir byggingu íbúðarhúss.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar.
4.1706028Aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035 – Ósk um umsögn
Sigurður Smári Benónýsson f.h. Vestmannaeyjabæjar, óskar eftir umsögn Rangárþings eystra vegna tillögu að aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdi við tillögu að aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar.
5.1706027Stopiniceland – Umsókn um leyfi fyrir skilti
Fjölnir Guðsteinsson kt. 200592-2719, f.h. Stopiniceland sækir um leyfi fyrir upplýsingaskilti í landi Berjanes, skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar í 72. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar.
6.1706026Neðri-Dalur 2 – Landskipti
Steinn Logi Guðmundsson kt. 230561-4359, óskar eftir því að skipta 2ha. lóð úr jörðinni
Neðri-Dalur 2 ln. 163785, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 12. maí 2017.
Óskað er eftir því að hin nýja lóð fái heitið Neðri-Dalur 4. Lögbýlisréttur mun áframa fylgja Neðra-Dal 2 ln. 163785.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju lóðinni.
Byggðarráð samþykkir landskiptin og heitið á nýju lóðinni.
7.1706025Gimbratún 27 – Umsókn um stöðuleyfi
Þórarinn Kópsson kt. 240660-3949 og Kjartan Kópsson kt. 121069-5409, sækja um stöðuleyfi fyrir stöðuhýsi á lóðinni Gimbratún 27, ln. 208121.
Áætlað er að nýta hýsið sem aðstöðu á meðan byggingarframkvæmdum við sumarhús stendur.
Víðir Jóhannsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins. Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til eins árs.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar.
8.1706024Eystra-Seljaland Ú1 – Umsókn um stöðuleyfi
Ástvaldur Óskarsson kt. 1706024, sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi á lóðinni Eystra-Seljaland Ú1, ln.224156, skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til eins árs.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar.
9.1706023Miðgrund – Landskipti
Bára Guðmundsdóttir kt. 290951-2329, óskar eftir því að skipta 10.952 m² lóð úr jörðinni Miðgrund ln. 163779, skv.
meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 7. júlí 2016. Óskað er efitr því að hin nýja lóð fái heitið Miðgrund 4.
Lögbýlisréttur færist yfir á Miðgrund 4.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju lóðinni.
Byggðarráð samþykkir landskiptin og heitið á nýju lóðinni.
10.1706022Gunnarsgerði 2a-2h – Lóðarumsókn
Guðmundur Svavarsson f.h. Sláturfélags Suðurlands kt. 600269-2089, sækir um að fá úthlutað lóðunum Gunnarsgerði 2a-2h, undir byggingu raðhúss.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðanna.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar.
11.1706021Básar – Umsókn um stöðuleyfi
Gísli Sigmundsson f.h. Ferðafélagsins Útivist kt. 420475-0129, sækir um stöðuleyfi fyrir þremur samtengdum gámaeiningum í Básum,
Goðalandi ln. 173438 skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til eins árs.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar.
12. 1706019Stórólfsvöllur – Landskipti
Guðmundur Einarsson f.h. Héraðsnefndar Rangæinga kt. 490189-2549, óskar eftir því að skipta 211,9 ha.
Spildu úr jörðinni Stórólfsvöllur 164196 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 12. júní 2017.
Óskað er eftir því að hin nýja spilda fái heitið Stórólfsvöllur vestri.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju spildunni.
Byggðarráð samþykkir landskiptin og heitið á spildunni.
13.1706018Austurvegur 3 – Leyfi fyrir hleðslustöð
Jón Sigurðsson f.h. ON kt. 521213-0190, sækir um leyfi til uppsetningar á hlöðu fyrir rafbíla á lóðinni Austurvegur 3 skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulagsnenfd heimilar uppsetninguna skv. þeim skilmálum sem koma fram í umsókn ON.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar.
14.1704016Eystra-Seljaland – Deiliskipulagsbreyting
Steinsholt sf. f.h. eigenda jarðarinnar Eystra- Seljalands, óskar eftir því að landnotkun á lóðunum
Eystra-Seljaland F1, F2, F3 og Ú1 verði breytt úr landbúnaðarlandi í verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.
Einnig er óskað eftir heimild til breytingar á deiliskipulagi sem m.a. gerir ráð fyrir byggingu hótels á lóðinni F3.
Skipulagsnefd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024
þar sem afmarkað verði verslunar- og þjónustusvæði. Einnig leggur nefndin til að breyting á deiliskipulagi verði heimiluð.
Byggðarráð samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Byggðarráð heimilar gerð breytingar á deiliskipulagi.
15.1610082Miðdalur – Deiliskipulag
Lýsing deiliskipulags fyrir Miðdal hefur verið kynnt og send til umsagnar lögbundina umsagnaraðila.
Lýsingin tók til tveggja lóða úr landi Miðdals. Markmið skipulagsins er uppbygging íbúðarhúsa og gestahúsa á spildunum.
Á báðum lóðunum er áformað að byggja íbúðarhús og gestahús þar sem boðið verður upp á gistingu.
Þó nokkur fjöldi athugasemda og umsagna barst á kynningartíma lýsingarinnar.
Skipulagsnefnd fer yfir innkomnar athugasemdir og umsagnir. Einnig fer nefndin yfir viðbótarupplýsingar frá umsækjanda.
Í ljósi fjölda athugasemda og umsagnar Skipulagsstofnunar telur skipulagsnefnd að ekki séu forsendur til að halda áfram vinnslu tillögunnar óbreyttri. Nefndin leggur til að landeigundur sumarhúsalóða innan lands Miðdals marki sameiginlega stefnu með gerð deiliskipulags fyrir svæðið í heild.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar.
16.1610067Skíðbakki, Bryggjur – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 2,6 ha landspildu úr jörðinni Skíðbakka 1.
Gert er ráð fyrir þremur byggingarreitum fyrir byggingu íbúarhúss, viðbyggingu við núverandi
gestahús og nýtt gestahús. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 27. mars, með athugasemdafresti til 8. maí 2017.
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum 9. maí 2017, þar til athugað hefði verið með hvort möguleiki
væri á annari aðkomu að umræddu landi.
Skipulagsfulltúi hefur kannað með landeigendum aðra kosti á vegtengingu. Sú vinna hefur ekki borið árangur.
Skipulagsnefnd samþykkir því tillögun óbreytta og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun
til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Byggðarráð samþykkir tillögun óbreytta.
Byggðarráð samþykkir að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17.1603062Hamragarðar/Seljalandsfoss – Aðalskipulagsbreyting
Lögð fram til kynningar breyting á áður samþykktri tillögu.
Skipulagsnefnd fer yfir málefni bæði aðal- og deiliskipulags við Hamragarða/Seljalandsfoss.
Skipulagsfulltrúi og formaður skipulagsnefndar hafa einnig átt fund með Skipulagsstofnun vegna málanna.
Skipulagsfulltrúi hefur óskað eftir því að Skipulagsstofnun fresti afgreiðslu sinni vegna málanna á meðan þau eru enn í vinnslu.
Skipulagsnefnd tekur vel í framkomna tillögu að breytingu.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að láta vinna hana áfram og óska eftir áliti landeigenda, hagsmunaaðila og opinbera stofnana sem við eiga.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar.
18.1502019Básar – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti.
Deiliskipulagið tekur til um 38 ha. svæðis í Básum, Goðalandi. Svæðið nær yfir núverandi aðstöðu Útivistar,
óbyggðs svæðis til austurs frá þeirri aðstöðu og austur að Strákagili. Afmarkaðar eru 6 misstórar þjónustulóðir.
Sýndur er byggingarreitur fyrir hverja lóð. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e.
forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu. Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu
var auglýst frá 28. nóvember 2016, með athugasemdafresti til 9. janúar 2017. Einnig var tillagan send til umsagnar lögbundinna umsagnaraðila.
Engar athugasemdir bárust við tillögun á auglýsingartíma. Talsverður fjöldi umsagna barst og hefur verið
brugðist við þeim með óverulegum breytingum á tillögunni. Skipulagsnefnd leggur fram minnisblað yfir innkomnar
umsagnir og viðbrögð við þeim dags. 20. júní 2017. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún
verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar. Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði send
Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
19.1502018Langidalur/Slyppugil – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti.
Deiliskipulagið tekur til um 13 ha. svæðis í Langadal og Slyppugili. Svæðið nær yfir núverandi aðstöðu
Ferðafélags Íslands og austur fyrir aðstöðu Farfugla í Slyppugili.
Afmarkaðar eru 2 þjónustulóðir fyrir gistiskála og þjónustuhús fyrir ferðamenn, ásamt svæði fyrir tjaldsvæði.
Afmörkuð er lóð fyrir núverandi aðstöðu Skógræktarinnar. Byggingarreitir eru sýndir á hverri lóð.
Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu.
Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 28. nóvember 2016, með athugasemdafresti til 9. janúar 2017.
Einnig var tillagan send til umsagnar lögbundinna umsagnaraðila.
Engar athugasemdir bárust við tillögun á auglýsingartíma.
Talsverður fjöldi umsagna barst og hefur verið brugðist við þeim með óverulegum breytingum á tillögunni.
Skipulagsnefnd leggur fram minnisblað yfir innkomnar umsagnir og viðbrögð við þeim dags. 20. júní 2017.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar. Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði send
Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
20.1502017Húsadalur – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti.
Deiliskipulagið tekur til um 30 ha. svæðis í Húsadal, auk göngubrúar yfir Markarfljót og aðkomu að henni.
Afmarkaðar eru 9 mis stórar lóðir. Sýndur er byggingarreitur fyrir hverja lóð. Á þremur lóðum er gert ráð fyrir plássfrekri
starfsemi auk bygginga, s.s. tjaldsvæði, afþreyingarsvæði eða aðstöðu fyrir hestaferðir.
Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu.
Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 28. nóvember 2016, með athugasemdafresti til 9. janúar 2017.
Einnig var tillagan send til umsagnar lögbundinna umsagnaraðila.
Engar athugasemdir bárust við tillögun á auglýsingartíma. Talsverður fjöldi umsagna barst og hefur verið
brugðist við þeim með óverulegum breytingum á tillögunni. Skipulagsnefnd leggur fram minnisblað yfir innkomnar
umsagnir og viðbrögð við þeim dags. 20. júní 2017. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún
verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar. Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði send
Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
21.1309001Hamragarðar / Seljalandsfoss – Deiliskipulag
Lögð fram til kynningar breyting á áður samþykktri tillögu.
Skipulagsnefnd fer yfir málefni bæði aðal- og deiliskipulags við Hamragarða/Seljalandsfoss.
Skipulagsfulltrúi og formaður skipulagsnefndar hafa einnig átt fund með Skipulagsstofnun vegna málanna.
Skipulagsfulltrúi hefur óskað eftir því að Skipulagsstofnun fresti afgreiðslu sinni vegna málanna á meðan þau eru enn í vinnslu.
Skipulagsnefnd tekur vel í framkomna tillögu að breytingu. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að láta vinna hana áfram og óska
eftir áliti landeigenda, hagsmunaaðila og opinbera stofnana sem við eiga.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar.
22. 1706032Skipulagsnefnd – Fjölgun funda
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsnefnd fundi að jafnaði tvisvar í mánuði vegna aukins
málafjölda sem berst nefndinni. Gera þarf breytingu í samræmi við það á gr. 6 í erindisbréfi nefndarinnar.
Byggðarráð staðfestir bókun nefndarinnar.
Mál til kynningar:
1.Verklýsing: Ljósleiðarakerfi – jarðvinna Rangárþing eystra 2. áfangi.
2.FOSS, fjarvistarstjórnun.
3.Ársreikningur 2016 Vinafélags gamla bæjarins Í Múlakoti.
4.Sýslumaðurinn á Suðurlandi, rekstrarleyfi Arnarhvoll, 860 Hvolsvöllur.
5.Sýslumaðurinn á Suðurlandi, Leyfisbréf Bergþórshvoll 2, 861 Hvolsvöllur.
6.Hluthafasamkomulag Seljalandsfoss ehf.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:45
________________________________________________
Ísólfur Gylfi PálmasonBirkir A. Tómasson
_______________________________________________
Þórir Már Ólafsson Christiane L. Bahner