- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
165. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 26. október kl. 8:10.
Mætt: Lilja Einarsdóttur, Birkir Arnar Tómasson, Christiane L. Bahner áheyrnarfulltrúi, Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi, sem ritaði fundargerð og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri og formaður byggðarráðs, sem setti fund og stjórnaði honum.
Formaður byggðarráðs bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið.
Erindi til byggðarráðs:
1.1611025 Viðauki I við fjárhagsáætlun 2017.
Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri, fór yfir Viðauka I við fjárhagsáætlun 2017. Viðaukinn samþykktur samhljóða.
2.1710036 Markaðsstofa Suðurlands: Framlenging á samstarfssamningi.
Byggðarráð samþykkir framlengingu á núgildandi samstarfssamningi óbreyttum. Samþykkt með tveimur atkvæðum ÍGP, LE, einn situr hjá BAT. Byggðarráð óskar eftir að Dagný Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands, komi á til fundar og kynni starfsemi MMS.
3.1710038 Seljalandsfoss ehf.: Landeigendur Seljalandsfoss: Stefnur og áherslur.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra og Guðmundi Viðarssyni falið að vinna áfram að málinu fyrir hönd sveitarfélagsins.
4.1709063 Dufþaksbraut og Ormsvöllur botnlangi: Verðkönnun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Fundargerðir:
1.1710039 35. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs. 11.10.2017. Staðfest.
Liður 2a: Byggðarráð samþykkir að leggja 7 milljónir kr. til Kötlu jarðvangs 2018.
2.1710043 48. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu. 12.10.2017. Staðfest.
3.1710045 4. fundur Tónlistarskóla Rangæinga bs. 03.10.2017. Staðfest.
Liður 2: Samþykkt samhljóða að framlag sveitarfélagsins hækki um 9%.
4.1710041 28. fundur heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar Rangárþings eystra. 27.09.2017.Staðfest.
Liður 3: Byggðarráð samþykkir að láta kostnaðargreina aukin opnunartíma um helgar.
Byggðarráð tekur undir áskorun nefndarinnar um að Ungmennaráð sé hvatt til að funda reglulega.
Byggðarráð óskar eftir að Heilsu-,íþrótta- og æskulýðsnefnd móti tillögur að fjölbreyttari nýtingu íþróttamannvirkja, þá sérstaklega yfir sumarmánuðina. Byggðarráð felur Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd að móta tillögur, í samvinnu við æskulýðs- og íþróttafulltrúa, að næstu Heilsuviku. Byggðarráð felur forstöðumanni og byggingarfulltrúa að gera áætlun um viðhald íþróttamannvirkja.
Mál til kynningar:
1.1710040 SAF: Vörugjöld bílaleigubíla og skoðun á skattbyrði bílaleigufyrirtækja.
2.1710041 Sorpstöð Suðurlands bs.: Framlenging á samkomulagi við Sorpu bs.
3.1710042 Samband íslenskra sveitarfélaga: Staða persónuverndarmála – upplýsingar til sveitarfélaga október 2017.
4.1705053 860+ áhugaljósmyndarar: Þakkarbréf vegna styrks.
5.1710049 Samband íslenskra sveitarfélaga: Minnispunktar af fundi tengiliðahós um opinber innkaup.
6.1710050 Janus heilsuefling slf.: Drög að samstarfssamning um heilsueflingar og rannsóknarverkefnið Fjölþætt heilsurækt í Rangárþingi eystra – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa 67+.
Samstarfssamningurinn lagður fram til kynningar. Byggðarráð samþykkir að stofnuð verði starfsnefnd til að móta tillögur að aðkomu sveitarfélagsins að heilsurækt eldra fólks. Í starfshópnum sitja fulltrúi sveitarstjórnar, fulltrúi eldri borgara, fulltrúi úr Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd og Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Byggðarráð tilnefnir Lilju Einarsdóttur sem fulltrúa sveitarstjórnar.
7.1710037 Welcome apartments: Edinborg: Rekstrarleyfi.
8.1710048 Aukavinna sveitarstjórnarmanna.
Fleira ekki rætt fundi slitið kl. 10:15
Lilja Einarsdóttir Ísólfur Gylfi Pálmason
Birkir Arnar Tómasson Christiane L. Bahner