- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Á þjóðhátíðardeginum 17. júní er margt um að vera í Rangárþingi eystra og víða um sveitarfélagið fer fram skemmtileg dagskrá þar sem allir eru velkomnir.
Dagskrá er í þremur félagsheimilum í dreifbýli þ.e. í Njálsbúð V- Landeyjum, Heimalandi V- Eyjafjöllum og Goðalandi Fljótshlíð og einnig koma íbúar undir A-Eyjafjöllum saman og hafa undanfarin ár farið í 17. júní kaffi í Gamla fjósið undir A- Eyjafjöllum.
Dagskrá hefst klukkan 14.00 í Njálsbúð og Heimalandi en klukkan 15.00 í Goðalandi. Á báðum stöðum er hefðbundin dagskrá og að sjálfsögðu eru hnallþórur að hætti kvenfélagskvenna og skemmtiatriði og leikir fyrir börn á öllum aldri.
Fjölbreytt 17. júní dagskrá á Hvolsvelli má sjá hér fyrir neðan.