- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
174. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Austurvegi 4, Hvolsvelli, fimmtudaginn 20. september 2018 kl. 08:10.
Mætt: Benedikt Benediktsson, Christiane L. Bahner, Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi, sem ritaði fundargerð og Elín Fríða Sigurðardóttir, formaður byggðarráðs, sem setti fund og stjórnaði honum.
Formaður byggðarráðs bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið.
Erindi til byggðarráðs:
1.1806024 Húsnæðisáætlun 2018: Niðurstöður viðhorfskönnunar um húsnæðismál í Rangárþingi eystra.
Byggðarráð þakkar Elínborgu Hörpu Önundardóttur kærlega fyrir gerð viðhorfskönnunarinnar sem er einn af fyrstu liðum húsnæðisáætlunar sveitarfélagsins sem nú er í vinnslu.
2.1809022 Íbúðalánasjóður: Tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni.
Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um verkefnið í samræmi við umræður á fundinum.
3.1809024 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra: Sumar- og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal.
Samþykkt samhljóða að taka þátt í kostnaði til jafns við einstaklinga sem nýta dvölina frá Rangárþingi eystra.
4.1809005 Umhverfisstofnun: Tillögur/áætlanir sveitarstjórna um úrbætur í fráveitumálum.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að fylgja erindinu eftir og vinna að áætlunum með Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlitinu.
5.1809007 Umhverfisstofnun: Tillaga að friðlýsingu: Hólmsárvirkjun við Einhyrning.
Byggðarráð bendir á að friðlýsingarmörk eru ekki innan sveitarfélagsmarka Rangárþings eystra og því þarf ekki að taka afstöðu til þess.
6.1809020 Aðalfundur SASS 18.10.2018: Kjörbréf.
Aðalmenn
Anton Kári Halldórsson
Elín Fríða Sigurðardóttir
Christiane L. Bahner
Lilja Einarsdóttir
Varamenn
Rafn Bergsson
Guðmundur Viðarsson
Guri Hilstad Ólason
Arnar Gauti Markússon
Aðrir fulltrúar
Benedikt Benediktsson
7.1809021 Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 19.10.2018: Kjörbréf.
Aðalmenn
Anton Kári Halldórsson
Elín Fríða Sigurðardóttir
Christiane L. Bahner
Lilja Einarsdóttir
Varamenn
Rafn Bergsson
Guðmundur Viðarsson
Guri Hilstad Ólason
Arnar Gauti Markússon
Aðrir fulltrúar
Benedikt Benediktsson
Fundargerðir:
1.1809013 32. fundur Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar. 17.09.2018. Staðfest.
Liðir 6 og 10: Yfirmanni íþróttamannvirkja falið að taka saman yfirlit yfir nýtingu íþróttamannvirkja.
Liður 9: Byggðarráð samþykkir að greiða fyrir vagnana.
2.1809016 Fundur í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar Gamli bærinn í Múlakoti. 29.08.2018. Staðfest.
3.1809017 Fundur fjallskilanefndar Vestur-Eyjafjalla. 28.08.2018. Staðfest.
4.1809018 268. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. 22.08.2018. Staðfest.
5.1809019 269. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. 13.09.2018. Staðfest.
6.1809014 862. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga. 31.08.2018. Staðfest.
7.1809015 189. fundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. 23.08.2018. Staðfest.
8.1808033 Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf. 22.08.2018. Staðfest.
Mál til kynningar:
1.1809003 Þjóðskrá Íslands: Tilkynning um fasteignamat 2019.
2.1809025 Félag hópferðaleyfishafa: Bréf til samgönguráðherra vegna kröfu SASS að svipta nokkur hópferðafyrirtæki rekstrarleyfi.
3.1809027 Fræðslunet Suðurlands: Ársreikningur og Ársskýrsla 2017.
4.1809028 Félagsráðgjafafélag Íslands: Breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
5.1809026 Aukavinna sveitarstjórnarmanna.
Fleira ekki rætt fundi slitið kl. 09:32