Fundarboð á 19. fund fræðslunefndar Rangárþings eystra.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 28. maí 2014. 
klukkan 16:30 í Fjarfundastofu /Tónlistarskólans
Mættir eru: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Esther Sigurpálsdóttir, Oddný Steina Valsdóttir, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, Árný Jóna Sigurðardóttir, Pálína Björk Jónsdóttir, Benedikt Benediktsson, Margrét Jóna Ísólfsdóttir (varamaður Berglindar Hákonardóttur) og Gyða Björgvinsdóttir sem ritaði fundargerð. Lárus Bragason boðaði forföll.


Dagskrá fundarins: 
1. Starfið í Hvolsskóla Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Búið er að slíta skólanum. Uppgjörsdögum er lokið og þar kom fram að á yngsta og miðstigi þótti öllum veturinn afskaplega góður. En elsta stiginu þótti róðurinn heldur þungur. Nú þegar hefur verið unnið að því að létta róðurinn og verður þeirri vinnu haldið áfram. Sjálfsmatshópurinn undir stjórn Svövu Bjarkar Helgadóttur hefur unnið gott starf í vetur og verður Sjálfsmatsskýrsla skólans tilbúin eftir ca. 10 daga. 
Næsta vetur verður skólaárið aftur 170 dagar. 
Skólasetning verður 25. ágúst. 
Litlar mannabreytingar verða fyrir næsta skólaár og er skólinn nú þegar fullmannaður fyrir næsta ár. 
Þar sem skólinn fór fram úr fjárhagsáætlun á  síðasta skólaári hefur verið ákveðið að taka í taumana. Í stað þess að fækka kennurum, stuðningsfulltrúum eða ræstitæknum. hefur verið ákveðið að fækkað verði um einn í stjórnunarteymi skólans á næsta skólaári og verða því þeir þrír í stað fjögurra. Deildarstjórar yngsta stigs og miðstigs munu skipta með sér stjórninni á elsta stiginu. 
Skólinn fékk Grænfánann í þriðja sinn í vetur. 
Umhverfisráðuneytið veitti skólanum verðlaunin Varðliðar umhverfisins, fyrir jöklamælingar. 
Skólinn hefur fengið reit í landi Berjaness og verður þar með verkefni í samstarfi við Landvernd og Landgræðsluna. 
Hvolsskóli vann fyrir Suðurland í Stóru Upplestrarkeppninni.
Hvolsskóli vann Suðurland í Skólahreysti og komst þar með í úrslitakeppnina í Laugardalshöll og endaði skólinn þar í 9. sæti. 
Skólinn komst í úrslit í BEST stærðfræðikeppninni. Keppnin er fyrir nemendur 9. bekkjar.


2. Starfið í Leikskólanum Örk Árný Jóna Sigurðardóttir
Leikskólinn útskrifaði 25 nemendur í Hvolnum í dag.
Ýmsar mannabreytingar, nýr aðstoðarleikskólastjóri er Anna Kristín Helgadóttir. Svandís Þórhallsdóttir hefur verið ráðin sérkennslustjóri leikskólans, Þórunn Jónsdóttir sem deildarstjóri og Valborg Jónsdóttir verður leikskólakennari á deild.
Opið hús var á leikskólanum í síðustu viku og var ákveðið að slá því saman við Vorhátíð leikskólans. Leikskólinn fékk 4 I – pad spjaldtölvur að gjöf frá Kvenfélaginu Einingu.
99 börn voru á leikskólanum í vetur og miðað við biðlista verða 77 börn í leikskólanum næsta skólár. 

3. Skóladagatal leikskólans Arkar 
Skóladagatal leikskólans var unnið í samráði við Sigurlín og Birnu.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal leikskólans fyrir skólaárið 2014 – 2015.

4. Verkefnið Samstarf skólastiganna Birna deildarstjóri yngsta stigs. 
Birna sagði frá samstarfinu. Haldin eru 3 skólafærninámskeið. Það fyrsta að hausti á leikskólanum. Þar fá foreldrarnir bækling sem fer ítarlega í hvernig samstarfinu muni vera háttað. Annað námskeiðið er líka bara fyrir foreldrana, haldið í skólanum, þar fá foreldrar fræðslu um skólastarfið. Þriðja námskeiðið er svo fyrir foreldra og börn, á laugardegi. Sá dagur er hugsaður til þess að hrista saman hópinn, nemendur fá þar m.a. sína fyrstu skólabók. Ratleikur um skólann o.s.frv. Drög að stundaskrá eru einnig afhent á þessu námskeiði. Þar að auki fara leikskólabörnin í 10 heimsóknir til 1. bekkjar eftir áramótin. 
Fræðslunefnd óskar umsjónarmönnum samstarfsins innilega til hamingju með viðurkenninguna sem fékkst fyrir samstarfið frá samtökunum Heimili og skóli.

5. Bréf frá leikskólastjórnendum
Fræðslunefnd frestar þessu erindi og beinir því til nýrrar Fræðslunefndar sem tekur til starfa eftir sveitastjórnarkosningar 2014.
Unnur hvetur nýja fræðslunefnd til að hafa fasta fundardaga. 
Formaður fræðslunefndar þakkar nefndarmönnum fyrir gott samstarf. 

Fundi slitið kl. 18:00