Sveitarstjórn Rangárþings eystra

Fundargerð


200. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á Goðalandi í Fljótshlíð, föstudaginn 15. maí 2015  kl. 14:00

Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Benedikt Benediktsson, Birkir A. Tómasson,  Kristín Þórðardóttir, Christiane L. Bahner, Guðlaug Ósk Svansdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Lilja Einarsdóttir, oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hún leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. 

Fundargerð ritaði Guðlaug Ósk Svansdóttir.


Dagskrá:

Erindi til sveitarstjórnar:

1.Ábúendatal – sagnaritun.
Samþykkt samhljóða að ganga til áframhaldandi samninga við Þorgils Jónasson til eins árs. 

2.Áskorun til sveitarstjórnar Rangárþings eystra að keyptur verði nýr flygill fyrir Félagsheimilið Hvol.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til 2 milljónir til kaupa á flygli í félagsheimilið Hvol í framhaldi af erindi og hvatningu til að kaupa slíkt hljóðfæri,  frá kórum  og tónlistarfólks í sýslunni,  sem borist hefur sveitarstjórn.
Upphæð þessi er hugsuð sem hvatning til frekari fjáröflunar til þessara hljóðfærakaupa, eins og fram kemur í erindi til sveitarstjórnar dags. 24. apríl 2015. 
Sveitarfélagið vill vera í góðri samvinnu við kóra héraðsins til enn frekari fjáröflunar. Góður flygill er ein af forsendum þess að fá tónlistarfólk og kóra til þess að halda tónleika í félagsheimilinu.

3.Húsaleigusamingur vegna bragga Austurvegi 4.
Samþykkt samhljóða

4.Hvolsvöllur.is Arna Þöll Bjarnadóttir og Brynja Erlingsdóttir sækja um styrk vegna Hvolsvöllur.is þann 27. júní 2015.
Benedikt Benediktsson víkur af fundi undir þessum lið
Samþykkt samhljóða að styrkja verkefnið um 160 þúsund krónur.

5.Endurbætur á eldhúsi í Njálsbúð.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að vinna að málinu í samvinnu við bréfritara.

6.Þjónustusamingur um málefni fatlaðs fólks.
Samþykkt samhljóða

7.Samningur milli Árborgar og Bergrisans bs vegna þjónustu við fatlað fólk.
Samþykkt samhljóða

8.32. fundur skipulagsnefndar Rangárþings eystra 11.05.15

SKIPULAGSMÁL:
1505002Hvolstún – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin felst í að húsagerðir við Hvolstún 5 og 7, og 14 og 16, breytast úr E-1 í R-2, það er úr einnar hæðar einbýlishúsum í einnar hæðar raðhús með innbyggðri bílgeymslu. Austasti hluti götunnar Hvolstún breytist þannig að gangstétt og bílastæði verða austan götunnar en voru áður vestan hennar. Bílastæði á lóð við Hvolstún 8 og 10 færast á vestur hluta lóðar. Byggingarreitir á lóðum breytast sem samsvarar færslunni og bindandi byggingarlína á lóð nr. 8 fellur út. 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna fyrir íbúum í Hvolstúni á auglýsingatíma. 

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að öðru leyti tekur sveitastjórn undir bókun skipulagsnefndar. 


1505005Kirkjulækjarkot neðra svæði – Deiliskipulag
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi frístunda og verslunar- og þjónustusvæðis sem var til meðferðar á árunum 2005-2006. Deiliskipulagið öðlaðist hinsvegar aldrei gildi. Hinrik Þorsteinsson kt. 110449-3219, einn eigandi lands innan skipulagssvæðisins óskar eftir því að deiliskipulagið verði tekið aftur til meðferðar. 

Erindinu frestað. 

Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

1504017Fljótsdalur – Landskipti
Anna Runólfsdóttir kt. 310876-5939, Pétur Runólfsson kt. 250878-4789 og Runólfur Runólfsson kt. 241033-3929, óska eftir að skipta úr jörðinni Fljótsdalur ln. 164005 1200m² lóð (Tindfjallasel) undir núverandi skála skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 9. apríl 2015, unnum af Steinsholt sf. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 

Sveitarstjórn samþykkir landskiptin. 

1505006Djúpidalur – Landskipti
Benedikt Valberg kt. 050232-2479, óskar eftir að skipta úr jörðinni Djúpidalur ln. 164161, 56m² lóð (Djúpidalur spennistöð) undir spennistöð RARIK, skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 9. apríl 2015, unnum af Bölta ehf.
 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 

Sveitarstjórn samþykkir landskiptin. 

1306049Varmahlíð – Framkvæmdaleyfi fyrir fiskeldi
 Páll Magnús Pálsson kt. 121168-4219 og Sigurður Jakob Jónsson kt. 300856-0049, f.h. óstofnaðs félags, óska eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðs fiskeldis á jörðinni Varmahlíð ln. 163815, skv. meðfylgjandi gögnum. Erindinu var frestað á fundi skipulagsnefndar 6. júní 2013 vegna ófullnægjandi gagna. 
Deiliskipulag hefur verið unnið og samþykkt fyrir framkvæmdina. Einnig liggur fyrir framkvæmdalýsing og uppdráttur unnin af Glámu-Kím dags. í apríl 2015. 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt á grundvelli deiliskipulags og fyrirliggjandi gagna. 

Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis. 

1505010Steinmóðarbær – Deiliskipulag
Ásgeir Jónsson hjá Steinsholt sf. f.h. Alessandro Tamburini, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag á jörðinni Steinmóðarbær ln. 191987. Deiliskipulagstillagan tekur til um 3 ha. svæðis innan jarðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, bílskúrs og bygginga sem ætlaðar eru fyrir ferðaþjónustu. 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Sveitarstjórn samþykkir  að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
 
1505008Kirkjulækur 3 lóð – Nafnabreyting
Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir kt. 160587-2299 og Arnar Gauti Markússon kt.040387-3159, óska eftir því að breyta heiti íbúðarhúsalóðar sinnar úr Kirkjulækur 3 lóð í Litlaland. 

Skipulagsnefnd samþykkir nafnabreytinguna.

Sveitarstjórn samþykkir nafnabreytinguna.  

1505013Teigur 2 – Landskipti 
Hrafnhildur Árnadóttir kt. 300958-6649 og Guðbjörn Árnason kt. 010360-2509, óska eftitir því að skipta úr jörðinni Teigur 2 ln.164066, landinu Teigur 3 samtals um 463 ha. skv. uppdrætti og landskiptagerð unnum af Höllu Kjartansdóttur dags. 7. maí 2015. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Teigi 2 ln. 164066. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. Óskað er eftir því að rökstuðningur fyrir landskiptunum og áform um landnotkun liggi fyrir við afgreiðslu sveitarstjórnar. 

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins. Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari rökstuðnings fyrir skiptunum. 

1505011Seljalandssel – Landskipti
Knútur Sæberg Halldórsson kt. 190457-6059, Guðrún Árnadóttir kt. 280352-7219 og Sigrún Adolfsdóttir kt. 280854-4259, óska eftir því að skipta úr jörðinni Seljalandssel ln. 163799, landinu Seljalandssel 2 samtals um 106,4 ha. Skv. Uppdrætti unnum af Höllu Kjartansdóttur dags. 5. Maí 2015. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Seljalandsseli ln. 163799. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. Óskað er eftir því að rökstuðningur fyrir landskiptunum og áform um landnotkun liggi fyrir við afgreiðslu sveitarstjórnar. 

Sveitarstjórn samþykkir landskiptin. 

Fundagerð skipulagsnefndar samþykkt í heild sinni

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins:

1.7. fundur í jafnréttisnefnd Rangárþings eystra 29.04.15 
Staðfest

2.26. fundur fræðslunefndar Rangárþings eystra 11.05.15
Staðfest

Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga:

1.Fundargerð Aðalfundar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 05.05.15 Staðfest
2.166. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 05.05.15 Staðfest
3.Fundargerð Aðalfundar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 05.05.15 Staðfest
4.42. Stjórnarfundur Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 05.05.15 Staðfest
5.164. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 30.04.15 Staðfest
6.15. fundur stjórnar Vina Þórsmerkur 06.05.15 Staðfest

Mál til kynningar:

1.Fundargerð Opins kynningar- og hugarflugsfundar fyrir Sunnlenska skóladaginn 2016 27.04.15
2.Tillaga að úthlutunarreglum styrkja vegna aksturs barna á leikskólaaldri í Rangárþingi eystra.
Sveitarstjórn samþykkir að fela 3ja manna starfshópi, einum frá hverju framboði, að útfæra tillögur m.t.t. framkominna hugmynda. Í hópnum sitja Kristín Þórðardóttir, Christiane Bahner og Lilja Einarsdóttir. Hópnum er falið að vinna í samvinnu við leikskólastjóra og skila niðurstöðum fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
3.Hreiðar Hermannsson tölvubréf 05.05.15, upplýsingar um húsnæðismál leikskóla.
4.Minjastofnun, bréf dags. 06.05.15, Hellishólar í Fljótshlíð:ferðaþjónusta. Dskl.
5.Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 27.04.15, tilkynning um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2015.
6.Innanríkisráðuneytið, bréf dgas. 28.04.15, tilkynning um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2015.
7.Landskerfi bókasafna, aðalfundarboð 2015, ásamt ársreikningi og samþykktum.
8.Aukavinna sveitarstjórnarmanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.55

____________________              _______________________

Lilja Einarsdóttir                           Ísólfur Gylfi Pálmason

                                  

______________________                  ______________________

Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir         Benedikt Benediktsson

                                                                 

_______________________                  _______________________    

Birkir A. Tómasson                            Kristín Þórðardóttir

 

_______________________  

Christiane L. Bahner