- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Fundur Menningarnefndar 19. febrúar 2018 kl. 20:30
Mætt eru: Arna Þöll Bjarnadóttir, Árný Lára Karvelsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Óli Jón Ólason.
1.Erindi frá sveitarstjórn:
Styrkbeiðni frá Rut Ingólfsdóttur um tónleikahald í þremur kirkjum í Rangárvallasýslu.
Menningarnefnd tekur jákvætt í beiðnina en óskar eftir fjárhagsáætlun og nánari upplýsingum um verkefnið. Menningarnefnd telur þetta mjög áhugavert framtak.
2.Önnur mál
•Margrét Tryggvadóttir talaði um að sú ákvörðun að loka Sögusafninu án vitundar Menningarnefndar sé forkastanleg ákvörðun.
•Óli Jón Ólason talaði um að það er miður að ferðaþjónustuaðilar og aðrir sem koma að þeim geira hafi ekki verið látnir vita um lokunina á Sögusetrinu.
•Menningarnefndin telur eðlilegt að fá að vita hver framtíðarsýnin er gagnvart Sögusetrinu.
Erindi til sveitarstjórnar:
Menningarnefnd óskar eftir svörum frá sveitarstjórn um framtíðarsýn Sögusetursins.
Menningarnefnd harmar hvernið staðið var að lokun Sögusetursins án samráðs við Menningarnefnd og aðra hagsmunaaðila í sveitarfélaginu.
Fundi slitið 21:30