- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
217. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 10. nóvember 2016 kl. 12:00
Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson, Kristín Þórðardóttir, Birkir A. Tómasson, Guðmundur Ólafsson, varamaður Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Oddviti leitar afbrigða við dagskrá fundarins um að bæta við eftirfarandi dagskrárliðum fundargerð 157. fundar byggðarráðs og bréfi frá íbúum gamla Vestur-Eyjafjallahrepps. Tillaga um að færa dagskrárlið um afgreiðslu gjaldskráa fram í dagskránni.
Gengið var til formlegrar dagskrár:
Erindi til sveitarstjórnar:
1.Fundargerð: 157. fundur byggðarráðs. Samþykkt samhljóða.
2.1611026 Tillaga meirihluta vegna samþykktar Kjararáðs í október 2016.
Meirihluti sveitarstjórnar Rangárþings eystra samþykkir að þóknun kjörinna fulltrúa sveitarstjórnar og fulltrúa í nefndum sveitarfélagsins ásamt með launum sveitarstjóra, hækki ekki til samræmis við síðustu ákvörðun kjararáðs frá 29. október s.l. heldur taki áfram mið af fyrri ákvörðun kjaranefndar með viðmið af þingfararkaupi og þau hlutföll sem miðað hefur verið við í upphafi kjörtímabils þar til Alþingi hefur tekið málið til umfjöllunar.
8. nóvember 2016
Lilja Einarsdóttir
Ísólfur Gylfi Pálmason
Benedikt Benediktsson
Þórir Már Ólafsson
Samþykkt samhljóða.
3.1611025 Viðauki við fjárhagsáætlun 2016. Samþykkt samhljóða.
4.1611024 Álagningarreglur Rangárþings eystra 2017.
Breytingartillaga D- og L-lista
Við leggjum til að álagning á A-stofn fasteignagjalda (íbúðarhúsnæði) verði óbreytt í 0,36% af fasteignamati.
Greinargerð:
Fyrirséðar eru hækkanir á fasteignamati um 7% sem skila munu auknum tekjum í sveitarsjóð sem nema kr. 5.000.000 og teljum þar nóg að gert svo ekki þurfi að hækka álagningarhlutfallið líka.
Breytingartillagan felld með 4 atkvæðum LE, ÍGP, BB, ÞMÓ gegn 3 atkvæðum KÞ, BAT og GÓ.
Fyrri tillaga borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum LE, ÍGP, BB, ÞMÓ gegn 3 atkvæðum KÞ, BAT og GÓ.
Bókun B-lista
Meirihluti sveitarstjórnar bendir á að í „Greiningu á fjármálum Rangárþings eystra“ sem eru í vinnslu hjá KPMG kemur fram að í samanburði við önnur sambærileg sveitarfélög er álagningaprósenta Rangárþings eystra lág og talsvert lægra en landsmeðaltal. Kappkostað hefur verið að veita metnaðarfulla og fjölbreytta þjónustu í sveitarfélaginu sem er kostnaðarsöm. Nýafstaðnar og fyrirsjáanlegar kjarabreytingar í íslensku samfélagi hafa umtalsverð áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Til þess að geta veitt áfram þá fjölbreyttu þjónustu sem íbúar Rangárþings eystra njóta þarf sveitarfélagið að nýta þá tekjustofna sem lögboðnir eru. Skv. lögum er hámarksálagning á íbúðarhús 0,63% af fasteignamati, en á fyrirtæki er hámarkið 1,65% af fasteignamati.
Hækkun á fasteignamati endurspeglar hækkun á verðmæti og söluverði fasteigna í Rangárþingi eystra.
Bókun D- og L-lista
Í ljósi á afgreiðslu á breytingartillögu okkar vegna álagningar á A-stofn greiddum við nú atkvæði gegn fyrirliggjandi tillögu um álagningarreglum. Við lýsum okkur hinsvegar samþykk öðrum efnisatriðum tillögu um álagningarreglur.
5.1611024 Gjaldskrá sorphirðu- og sorpeyðingu 2017. Afgreiðslu frestað þar sem beðið er eftir ákvörðun byggðasamlagsins varðandi samræmda gjaldskrá.
6.1611024 Gjaldskrá Skógaveitu 2017. Samþykkt samhljóða.
7.1611024 Gjaldskrá fráveitu Rangárþings eystra 2017. Samþykkt samhljóða.
8.1611024 Gjaldskrá fjallaskála 2017. Afgreiðslu frestað.
9.1611024 Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar 2017. Lagt til að stakur tími í sund verði 900 kr. Samþykkt samhljóða.
10.1611024 Gjaldskrá félagsheimila 2017. Samþykkt samhljóða.
11.1611024 Gjaldskrá leikskóla 2017. Samþykkt samhljóða.
12.1611024 Gjaldskrá og reglur fyrir mötuneyti Hvolsskóla 2017. Samþykkt samhljóða.
13.1611024 Reglur og gjaldskrá fyrir Skólaskjól Hvolsskóla 2017. Samþykkt samhljóða.
14.1611024 Gjaldskrá fyrir kattahald í þéttbýli Rangárþings eystra 2017. Samþykkt samhljóða.
15.1611024 Gjaldskrá fyrir hundahald á Hvolsvelli 2017. Samþykkt samhljóða.
16.1611024 Gjaldskrá vatnsveitu Rangárþings eystra 2017. Afgreiðslu frestað.
17.1611025 Tillaga að fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2017-2020. Fyrri umræða. Fjárhagsáætlun vísað til seinni umræðu í sveitarstjórn.
18.1611013 Samstarfslýsing og samningur vegna innheimtu Inkasso. Samþykkt samhljóða.
19.1611014 Wise lausnir – samningur um nýtt bókhaldskerfi. Samþykkt samhljóða.
20.1609019 Punktar þorrablótsnefndar Hvolshrepps. Sveitarstjórn þakkar samantektina og heimilar afnot af íþróttahúsinu. Þorrablótsnefnd vinni í samvinnu við forstöðumann íþróttamannvirkja og hlýtir skilyrðum hans sbr. fylgiskjal.
21.1611002 Gatnagerð í hesthúsahverfi í Miðkrika. Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur skipulagsfulltrúa að gera kostnaðaráætlun fyrir verkefnið.
22.1611004 Varðandi Ungmennaráð: Kynning á Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Erindinu vísað til Ungmennaráðs og Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
23.1611016 Beiðni um styrk í Fjarskiptasjóð til að tengja saman ljósleiðarakerfi LíFis í Mýrdal og ljósleiðarakerfi undir Eyjafjöllum. Staðfest.
24.1611006 Styrkbeiðni: Stígamót fyrir árið 2017. Ekki er hægt að verða við beiðni um styrk að þessu sinni.
25.1611007 Samstarfssamningur við Markaðsstofu Suðurlands: Endurskoðun. Sveitarstjórn samþykkir að endurskoða samstarfssamninginn í samræmi við erindið.
26.1610086 Kaupsamningur vegna Hlíðarvegs 16, efri hæðar. Staðfestur.
27.1611027 Tillaga D-lista vegna embættis skipulags- og byggingarfulltrúa.
Lagt er til að sveitarstjórn kanni áhuga nágrannasveitarfélaga, t.a.m. Ásahrepps, Rangárþings ytra, Skaftárhrepps og Mýrdalshrepps á stofnun sameinaðs embættis skipulags-og byggingafulltrúa.
Greinargerð
Í sífellt flóknara regluverki og á tímum aukinna umsvifa er fyrirséð að umfang skipulags-og byggingamála hjá sveitarfélögunum kemur til með að vaxa. Kröfur er varða gæðamál og stjórnkerfi byggingarfulltrúa eru sífellt auknar og nýjar kröfur um faggildingu byggingarfulltrúa fyrir 1.janúar 2018 munu hafa í för með sér umtalsverðan kostnaðarauka, sem leggst sérstaklega þungt á smærri sveitarfélög. Krafa um skilvirkni og þ.a.l. sérhæfingu verður æ ríkari enda eru markmið sveitarfélagsins að tryggja góða þjónustu og fagmennsku í vinnubrögðum.
Sameining skipulags-og byggingamála og skyldra sviða gæti skilað rekstrarhagræði þegar fram í sækir auk þess sem slíkt stuðlar að framangreindum markmiðum. Við teljum það ekki hafa verið gæfuspor að slíta samstarfi því sem var um skipulags-og byggingafulltrúa Rangárþings bs. og teljum sameiningu í þeim anda og jafnvel á stærri skala eða fleiri sviðum ákjósanlega kost. Er nærtækt að líta til annarra sveitarfélaga á Suðurlandi í þessum efnum, t.a.m. farsælt samstarf í Uppsveitum Árnessýslu á þessu sviði.
Hvolsvelli, 8. nóvember 2016
Kristín Þórðardóttir
Birkir A. Tómasson
Tillagan samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að kanna áhuga og vilja nágrannasveitarfélaga.
28.1610063 45. fundargerð skipulagsnefndar 27.10.16.
SKIPULAGSMÁL:
1.1610075Völlur 2 – Deiliskipulag
Erla Katrín Jónsdóttir kt. 280692-2479, óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar í landi Vallar 2, Rangárþingi eystra. Tillagan tekur til um 3 ha landspildu úr landi Vallar II ln.164207. Tillagan tekur til tveggja byggingarreita, annars vegar fyrir stækkun íbúðarhúss, þjónustuhúss og hins vegar fyrir byggingu allt að 10 gestahúsa.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í deiliskipulagsvinnu og telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.1610071Gunnarsgerði – Endurskoðun deiliskipulags
Í gildi er deiliskipulag fyrir Gunnarsgerði á Hvolsvelli frá árinu 2008. Talsverð uppbygging hefur átt sér stað á Hvolsvelli á undanförnum misserum og er Hvolstún nánast orðið full byggt. Því er svo komið að huga þarf að frekara framboði af byggingarlóðum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gildandi tillaga að deiliskipulagi fyrir Gunnarsgerði verði endurskoðuð m.t.t. húsagerða og ágangi á opið grænt svæði að Króktúni. Einnig leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að hugað verði að deiliskipulagi næstu gatna fyrir norðan Gunnarsgerði og Króktún.
Sveitarstjórn samþykkir að gildandi tillaga að deiliskipulagi fyrir Gunnarsgerði verði endurskoðuð m.t.t. húsagerða og ágangi á opið grænt svæði að Króktúni. Sveitarstjórn samþykkir einnig að hugað verði að deiliskipulagi næstu gatna fyrir norðan Gunnarsgerði og Króktún.
3.1610070Skarðshlíð 1 og 2 – Deiliskipulagsbreyting
Vilborg Hjördís Ólafsdóttir leggur fram breytingu á deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð 1 og 2. Með breytingunni er settur inn nýr byggingarreitur S3 þar sem heimilt verður að byggja fjögur hús allt að 120m² hvert. Húsin eru ætluð fyrir ferðaþjónustu. Byggingarreiturinn Ú2 er stækkaður og þar verður heimilt að endurbyggja fjós og stækka það um allt að 1.000m² í stað 300m² áður.
Skipulagsnefnd heimilar gerð deiliskipulagsbreytingar og mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytingar og að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.1610069Goðaland – Deiliskipulag
Guðni Guðmundsson kt. 010454-2639 fyrir hönd Glóa ehf. kt. 601201-2910, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir lóðina Goðaland lóð 164078 vegna fyrirhugaðrar gististarfsemi. Einnig er óskað eftir því að leigja hluta af lóð félagsheimilisins Goðalands ln. 164011 undir bifreiðastæði fyrir væntanlegt hótel.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Útfærsla á deiliskipulagi er varðar fyrirkomulag bílastæða verði unnið í fullu samráði við Rangárþing eystra. Einnig leggur nefndin til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 til samræmis við deiliskipulag.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsgerð og að útfærsla á deiliskipulagi er varðar fyrirkomulag bílastæða verði unnið í fullu samráði við Rangárþing eystra. Sveitarstjórn samþykkir einnig að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 til samræmis við deiliskipulag.
5.1610067Skíðbakki/Bryggjur – Deiliskipulag
Rútur Pálsson kt. 050658-4819 og Guðbjörg Albertsdóttir kt. 190165-4189, óska eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir íbúðarhús og frístundahús í landi Skíðbakka 1 / Bryggja.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.
Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í deiliskipulagsvinnu og telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.
6.1607032Stóra-Borg – Deiliskipulag
Brynjólfur Stefán Guðmundsson kt. 090856-3249 fyrir hönd landeigenda Stóru-Borgar, óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar. Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja frístundahúsa í landi Stóru-Borgar ln. 163726.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í deiliskipulagsvinnu og telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7.1606016Yzta-Bæli – Ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar
Örn Sveinbjarnarson f.h. landeigenda að Yzta-Bæli, óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar. Deiliskipulagssvæðið er samtals um 20 ha. Fyrirhugað er að skipta úr jörðinni 5 lóðum og á hverri lóð verði heimilt að byggja íbúðarhús ásamt tengdum byggingum. Skv. aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði, en hefur ekki verið nytjað sl. 15 ár. Umsókninni var frestað á fundi skipulagsnefndar 6. júní 2016 þar til unnið hefði verið áhrifamat á tillögunni í samræmi við stefnu aðalskipulags Rangárþings eystra 2012-2024. Það mat liggur nú fyrir og er því umsóknin tekin fyrir að nýju.
Niðurstaða áhrifamats tillögunnar eru jákvæð, vegna efnahags- og samfélagsáhrifa (eflingu byggðar í dreifbýli). Ræktarland hefur ekki verið nytjað í seinni tíð og engin áform eru um landbúnaðarnot á jörðinni. Því leggur skipulagsnefndt til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð og að jafnframt verði gerð breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, þar sem skilgreind verði íbúðabyggð á umræddu svæði.
Sveitarstjórn frestar liðnum.
8.1603063Sámsstaðir/Réttarfit – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Frístundasvæði í landi Sámsstaða 1 (F-318) ofan Fljótshlíðarvegar verði breytt í landbúnaðarsvæði. Frístundasvæði í landi Sámsstaða 1 (F-319), í greinargerð, stefnu og skipulagsákvæðum aðalskipulags Rangárþings eystra 2012-2024 féll niður ein lína í yfirlitstöflu í kafla 4.10.3, þar sem svæði F-319 er skilgreint. Ekki er um að ræða efnislega breytingu heldur aðeins leiðréttingu, þ.e. nýja línu í yfirlitstöflu í greinargerð, kafla 4.10.3. Lóðum á frístundasvæðinu Réttarfit (F356) verði fjölgað um tvær, eða úr 16 í 18 lóðir.
Tillagan var auglýst til athugasemda frá 16. júní, með athugasemdafresti til 28. júlí 2016. Einnig var tillagan send til umsagnar lögbundinna umsagnaraðila. Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Brugðist hefur verið við umsögn Veðurstofunnar með óverulegri breytingu á texta greinargerðar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9.1511092Hvolsvöllur/Miðbær – Endurskoðun deiliskipulags
Rangárþing eystra vinnur nú að endurskoðun deiliskipulags miðbæjarsvæðisins á Hvolsvelli. Lýsing verkefnisins hefur verið auglýst, íbúafundur haldinn og einnig hefur íbúavefur sveitarfélagsins verið nýttur til umræðu um endurskoðunina. Lagðar fyrir nefndina fyrstur skissur að endurskoðun deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd fer yfir þær skissur sem hafa verið unnar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipaður verði vinnuhópur sem kemur til með að vinna áfram að tillögunni í samvinnu við Landmótun og út frá skoðunum íbúa sem komið hafa fram á íbúafundi og íbúavef sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. Sveitarstjórn mun sjálf sitja í starfshópnum.
10.1510025Sámsstaðir – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin tekur til breyttrar landnotkunar á núverandi frístundalóð, sem breytt verður í landbúnaðarland vegna stofnunar lögbýlis. Gerðar eru breytingar á gildandi skilmálum er varða nýtingarhlutfall, fjölda og gerð bygginga á lóð, byggingarreiti og fyrirkomulagi fráveitu.
Tillagan var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu frá 16. júní, með athugasemdafresti til 28. júlí 2016. Einnig var tillagan send til umsagnar lögbundinna umsagnaraðila. Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að senda tillöguna til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11.1507005Réttarfit – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin tekur til fjölgunar á frístundalóðum, bætt verður við lóðum 13 og 15 á kostnað útivistarsvæðis. Einnig tekur tillagan til breytinga á byggingarskilmálum á þeim lóðum að viðbættri lóð nr. 7. Stærð sumarhúsa verður að hámarki 150m² auk þess sem heimilt verður að byggja allt að 30m² geymslu og 10m² garðáhaldageymslu.
Tillagan var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu frá 16. júní, með athugasemdafresti til 28. júlí 2016. Einnig var tillagan send til umsagnar lögbundinna umsagnaraðila. Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Brugðist hefur verið við umsögn Heilbrigðiseftirlits með óverulegri breytingu á texta greinargerðar. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að senda tillöguna til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12.1505002Hvolstún/Nýbýlavegur – Deiliskipulagsbreyting
Rangárþing eystra leggur fram deiliskipulagsbreytingu fyrir Hvolstún / Nýbýlaveg. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var í sveitarstjórn í nóvember 2004. Það svæði sem deiliskipulagsbreytingin tekur til nær allt að gatnamótum þar sem gatan Hvolstún tengist Nýbýlavegi skammt norðan Króktúns. Tillagan gerir ráð fyrir 4-5 íbúðum í einnar hæðar raðhúsi og 6-8 íbúðum í tveggja hæða fjölbýlishúsi, eða samtals um 10-13 íbúðum. Breytingin tekur einnig til stækkunar á lóðinni Nýbýlavegur 44, norðurmörk lóðarinnar færast til norðurs og fyrirkomulag bílastæða breytist. Staðsetning gangstéttar sunnan við Hvolstún er leiðrétt til samræmis við innmæld gögn.
Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13.1503007Hvolstún/Nýbýlavegur – Aðalskipulagsbreyting
Rangárþing eystra leggur fram aðalskipulagsbreytingu vegna breyttrar landnotkunar á Hvolsvelli. Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingarinnar er breyting á landnotkun á hluta svæðis sem áður var skilgreint sem opið svæði við Ölduna. Íbúðabyggð (ÍB-111) er samkvæmt því stækkuð til norðurs um 0,4 ha og opna svæðið (OP-123) minnkað að sama skapi. Silgreindri reiðleið á svæðinu er breytt. Ekki er um að ræða aðrar breytingar. Markmiðið með breytingunni er að þétta byggð og gefa kost á hagkvæmri uppbyggingu nýrra íbúða á Hvolsvelli. Skortur er á smærri íbúðum, m.a. í lágreistu fjölbýli. Uppbygging íbúða á svæðinu stuðlar að góðri nýtingu núverandi vega/gatna og veitna. Í dag er svæðið opið grænt svæði sem ekki er nýtt sérstaklega til útivistar.
Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar hefur nú þegar verið auglýst og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með opnu húsi hjá skipulagsfulltrúa. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14.1502019Básar – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 38 ha. svæðis í Básum, Goðalandi. Svæðið nær yfir núverandi aðstöðu Útivistar, óbyggðs svæðis til austurs frá þeirri aðstöðu og austur að Strákagili. Afmarkaðar eru 6 misstórar þjónustulóðir. Sýndur er byggingarreitur fyrir hverja lóð. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu.
Tillagan hefur áður verið til meðferðar í skipulagsnefnd og sveitarstjórn. Vegna tímafresta er nauðsynlegt að auglýsa tillöguna að nýju. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15.1502018Langidalur/Slyppugil – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 13 ha. svæðis í Langadal og Slyppugili. Svæðið nær yfir núverandi aðstöðu Ferðafélags Íslands og austur fyrir aðstöðu Farfugla í Slyppugili. Afmarkaðar eru 2 þjónustulóðir fyrir gistiskála og þjónustuhús fyrir ferðamenn, ásamt svæði fyrir tjaldsvæði. Afmörkuð er lóð fyrir núverandi aðstöðu Skógræktarinnar. Byggingarreitir eru sýndir á hverri lóð. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu.
Tillagan hefur áður verið til meðferðar í skipulagsnefnd og sveitarstjórn. Vegna tímafresta er nauðsynlegt að auglýsa tillöguna að nýju. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16.1502017Húsadalur – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 30 ha. svæðis í Húsadal, auk göngubrúar yfir Markarfljót og aðkomu að henni. Afmarkaðar eru 9 mis stórar lóðir. Sýndur er byggingarreitur fyrir hverja lóð. Á þremur lóðum er gert ráð fyrir plássfrekri starfsemi auk bygginga, s.s. tjaldsvæði, afþreyingarsvæði eða aðstöðu fyrir hestaferðir. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu.
Tillagan hefur áður verið til meðferðar í skipulagsnefnd og sveitarstjórn. Vegna tímafresta er nauðsynlegt að auglýsa tillöguna að nýju. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
ÖNNUR MÁL:
17.1610077Ráðagerði/Steinmóðarbær – Framkvæmdarleyfi fyrir efnisvinnslu
Svanur Lárusson kt. 070852-2179, óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnisvinnslu á spildunni Ráðagerði úr landi Steinmóðabæjar skv. meðfylgjandi gögnum.
Guðlaug Ósk Svansdóttir víkur af fundi við afgreiðslu erindisins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 þar sem gert verði ráð fyrir efnisvinnslunni. Til þess að unnt sé síðar að veita framkvæmdaleyfi fer skipulagsnefnd fram á að skilað verði ítarlegri gögnum varðandi framkvæmdina.
Liðnum frestað.
18.1610076Steinmóðarbær – Landskipti
Lilja Sigurðardóttir kt. 130733-4179 óskar eftir því að skipta 16,8 ha spildu úr jörðinni Steinmóðarbær ln. 163806 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 18. ágúst 2016. Óskað er eftir því að hin nýja spilda fái heitið Ráðagerði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og nafnið fyrir sitt leiti.
19.1610074Hvolstún 27 – Lóðarumsókn
Atli Sigmar Hrafnsson kt. 090577-4769, óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 27 til byggingar einbýlishúss.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar.
20.1610073Hvolstún 14 og 16 – Lóðarumsókn
Hjalti Logason kt. 290187-3389, óskar eftir því að fá úthlutað lóðunum Hvolstún 14 og 16 til byggingar parhúss.
Skv. gildandi deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir byggingu parhúss á lóðnum Hvolstún 14 og 16. Skipulagsnefnd hafnar því úthlutun lóðanna til byggingar parhúss. Skipulagsnefnd bendir á að innan fárra mánaða mun verða opnað á úthlutun lóða í Gunnarsgerði, þar sem gert verður ráð fyrir parshúsalóðum.
Sveitarstjórn hafnar úthlutun lóðarinnar en tekur að öðru leiti undir bókun skipulagsnefndar.
21.1610072Hvolstún 25 og 27 – Lóðarumsókn
Páll Jóhannsson kt. 250389-2059, óskar eftir því að fá úthlutað lóðunum Hvolstún 25 og 27 til byggingar parhúss.
Skv. gildandi deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir byggingu parhúss á lóðnum Hvolstún 25 og 27. Skipulagsnefnd hafnar því úthlutun lóðanna til byggingar parhúss. Skipulagsnefnd bendir á að innan fárra mánaða mun verða opnað á úthlutun lóða í Gunnarsgerði, þar sem gert verður ráð fyrir parshúsalóðum.
Sveitarstjórn hafnar úthlutun lóðarinnar en tekur að öðru leiti undir bókun skipulagsnefndar.
22.1610065Strönd 2 lóð – Samruni
S.Þ. Guðmundsson ehf. kt. 601201-4450, óskar eftir því að fá að sameina lóðina Sæbakka ln. 217395 við upprunalandið Strönd 2 lóð ln. 195393 skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Eflu verkfræðistofu dags. 14. október 2016.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við samrunann.
Sveitarstjórn samþykkir samrunann fyrir sitt leiti.
23.1610064Eyvindarholt – Landskipti
Garðar Sveinbjörnsson kt. 140525-4729, óskar eftir því að skipta 36,2 ha spildu úr jörðinni Eyvindarholt ln. 163761, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 6. október 2016. Óskað er eftir því að hin nýja spilda fái heitið Langhólmi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og nafnið fyrir sitt leiti.
24.1610021Bólstaður lóð – Nafnabreyting
Ásdís Ólafsdóttir kt. 260555-4729, óskar eftir því að breyta heiti lóðarinnar Bólstaður lóð 205435. Óskað er eftir því að hið nýja nafn verði Bót.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nafnabreytinguna.
Sveitarstjórn samþykkir nafnabreytinguna.
25.1610006Þórsmörk – Ósk um lóðaleiguréttindi
Ferðafélag Íslands óskar eftir lóðaleiguréttindum á skálasvæðum félagsins í Húsadal og Langadal í Þórsmörk.
Skipulagsnefnd tekur undir bókun sveitarstjórnar frá 13. október 2016. Lóðamál á Þórsmerkursvæðinu verða tekin til skoðunar þegar deiliskipulag fyrir svæðið hefur öðlast gildi.
Sveitarstjórn hafnar erindinu og bendir á að lóðamál á Þórsmerkursvæðinu verða tekin til skoðunar þegar deiliskipulag fyrir svæðið hefur öðlast gildi.
26.1609013Langanes 2 – Ósk um breytta landnotkun
Hildur Guðlaugsdóttir kt. 100458-3499 og Njörður Snæland kt. 150744-4749, óska eftir því að lóð þeirra Langanes 2, sem nú er skilgreind sem frístundasvæði verði breytt í einbýlishúsalóð.
Skipulagsnefnd hafnar því að notkun verði breytt.
Sveitarstjórn hafnar því að notkun verði breytt.
29.Bréf íbúa gamla Vestur-Eyjafjallahrepps varðandi ljósleiðara austan Markarfljóts og vestan Seljalandsmúla.
Í næsta áfanga við lagningu ljósleiðara mun verða haldið áfram við að tengja bæi austan Markarfljóts og vestan Seljalandsmúla og sveitarfélagið hyggst halda áfram við ljósleiðaravæðingu í dreifbýlinu.
Samþykkt með 4 atkvæðum LE, ÍGP, BB og ÞMÓ. 3 sitja hjá, KÞ, BAT og GÓ.
30.Heimsókn: Butra vindorka - Haukur Guðni Kristjánsson.
31.Heimsókn: Míla - Jón Ríkharð Kristjánsson.
Fundargerðir:
1.1611023 26. fundur Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar 25.10.2016.
Liður 2. b. Opnunartími sundlaugar. Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd leggur til að opnunartími verði lengdur um helgar og verði 10:00-17:00 um helgar sept - apr. Að loka kl. 15:00 um helgar er barn síns tíma og með góða sundlaug og eins glæsilegri líkamsrækt og raun er á gætum við hæglega aukið aðsókn í íþróttamiðstöðnina um helgar. Þetta yrði aukin þjónusta við íbúa sveitarfélagsins.
Sveitarstjóra falið að kanna kostnað við þennan lið.
Liður 4. Lagt var til að erindisbréfi Ungmennaráðs yrði breytt og Ungmennaráð fengi að velja sér formann sjálf í stað þess að Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd myndi velja formann.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að yfirfara erindisbréf Ungmennaráðs, í samræmi við óskir nefndarinnar, í samvinnu við Ungmennaráð.
Fundargerð staðfest að öðru leiti.
2.1611001 50. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 26.10.2016. Staðfest.
3.1610089 249. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 19.10.2016. Staðfest.
4.1611019 38. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og V.-Skaftafellssýslu 31.10.2016. Staðfest.
5.1611020 513. fundur stjórnar SASS 19.10.2016. Staðfest.
Mál til kynningar:
1606007 Ljósleiðari undir Eyjafjöllum: Heimild Vegagerðarinnar.
1611018 Minnisblað vegna eignarhalds á ljósleiðarakerfi.
Ákveðið að halda fund með sérfræðingum um ljósleiðaramál sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að boða til fundarins.
1611021 Markarfljót: Mat á hönnun og áhrifum nýrrar útfærslu Þórólfsfellsgarðs.
Sveitarstjórn hvetur framkvæmdaraðila til að senda skýrsluna til allra lögbýla frá Múlakoti til Fljótsdals. Einnig hvetur sveitarstjórn til þess að framkvæmdaraðilar haldi fund með öllum aðilum þar sem Vatnaskil kynnir og skýrir skýrsluna og niðurstöður hennar. Landeigendum verði veittur 20 daga frestur til þess að gera formlega athugasemdir við skýrsluna og niðurstöður hennar. Sveitarstjórn harmar hve rannsóknir Vatnaskila hafa tekið langan tíma – talsvert lengri tíma en heitið var í upphafi.
1511031 Eftirfylgni með úttekt á Leikskólanum Örk.
1610087 Áætluð framlög sveitarfélaga á Suðurlandi til SASS og tengdra stofnana árið 2017.
1610088 Samningur um sameiginlegan starfsmann sveitarfélaga og lögreglu í almannavarnarmálum.
1607003 Svar Mílu vegna kæru Fjarskipta hf. 10. ágúst 2016.
1611003 Skráðir nemendur í Tónsmiðju Suðurlands skólaárið 2016-2017.
Sveitarstjórn samþykkir að samningi við Tónsmiðju Suðurlands/Tónkjallarann verði sagt upp. Tónlistarskóli Rangæinga býður nú bæði upp á ryþmískt nám og Suzuki sem ekki var boðið upp á áður er gengið var til samninga við Tónsmiðju Suðurlands/Tónkjallarann.
1611005 Bergrisinn bs.: Ársreikningur 2015.
1611009 Fyrirhuguð niðurfelling Forsætisvegar (2522), af vegaskrá.
Vísað til samgöngu- og umferðarnefndar til upplýsinga.
1611010 Fyrirhuguð niðurfelling Hvítanesvegar (2508), af vegaskrá.
Vísað til samgöngu- og umferðarnefndar til upplýsinga.
1611011 Fyrirhuguð niðurfelling Mið-Markarvegar (2403), af vegaskrá.
Vísað til samgöngu- og umferðarnefndar til upplýsinga.
1610085 Aukavinna sveitarstjórnarmanna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:22
____________________ _______________________
Lilja Einarsdóttir Ísólfur Gylfi Pálmason
______________________ ______________________
Þórir Már Ólafsson Benedikt Benediktsson
_______________________ _______________________
Kristín Þórðardóttir Birkir A. Tómasson
______________________
Guðmundur Ólafsson