- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Sveitarstjórn Rangárþings eystra
Fundargerð
239. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarstjóra, þriðjudaginn 15. maí 2018, kl. 12:00.
Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson, Guðmundur Viðarsson, Birkir Arnar Tómasson, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti, sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Oddviti biður um að bætt verði á dagskrá lið 9, Félag aðstandenda heimilisfólks á Kirkjuhvoli: Beiðni um styrk, lið 10, Kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018, lið 11, Tilboð frá Dattaca labs vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar og lið 12, Tillaga vegna 31. fundar félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu. Einnig bæta við til kynningar lið 7, Minnisblað sveitarstjóra.
Gengið var til formlegrar dagskrár:
Erindi til sveitarstjórnar:
1.1805001 Ársreikningur 2017: Síðari umræða.
Helstu tölur úr Ársreikningi 2017 í þúsundum króna.
Rekstrarreikningur A-hluti A og B hluti
Rekstrartekjur......................................... 1.705.841 1.803.180
Rekstrargjöld.......................................... (1.549.723) (1.596.559)
Afskriftir.................................................(61.275) (71.850)
Fjármagnsgjöld....................................... 12.509 (7.712)
Tekjuskattur............................................ 0 ( 898)
Rekstrarniðurstaða.................................. 107.352 126.161
Efnahagsreikningur A hluti A og B hluti
Eignir:
Fastafjármunir....................................... 2.160.294 2.344.384
Veltufjármunir....................................... 473.439 348.572
Eignir samtals........................................ 2.633.734 2.692.956
Skuldir og eigið fé:
Eiginfjárreikningur................................ 2.084.522 1.929.986
Skuldbindingar...................................... 131.011 131.011
Langtímaskuldir.................................... 139.779 350.289
Skammtímaskuldir................................ 278.422 281.670
Skuldir og skuldbindingar alls.............. 549.212 762.970
Eigið fé og skuldir samtals................... 2.633.734 2.692.956
Sjóðstreymi A-hluti A og B hluti
Veltufé frá rekstri................................. 178.640 213.192
Handbært fé frá rekstri......................... 275.874 310.468
Fjárfestingahreyfingar.......................... (282.071) (299.865)
Fjármögnunarhreyfingar....................... (37.198) (53.998)
Lækkun á handbæru fé........................ ( 43.395) (43.395)
Handbært fé í árslok 150.135 150.135
Ársreikningur Rangárþings eystra 2017 er samþykktur samhljóða.
2.1805012 Félag landeigenda á Almenningum: Beiðni um styrk vegna landgræðslu á Almenningum.
Samþykkt að styrkja verkefnið um 300.000 kr.
3.1805013 860+: Beiðni um styrk vegna útiljósmyndasýningu á Hvolsvelli 2018.
Samþykkt að styrkja verkefnið um 350.000 kr.
Lilja Einarsdóttir víkur af fundi og Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir tekur hennar sæti.
4.1805025 Sögusetrið: Umsókn um rekstur Sögusetursins.
Sveitarstjóra falið að semja við umsækjanda í samræmi við umræður fundarins.
Lilja kemur aftur inn á fund.
5.1805033 Hestamannafélagið Geysir: Beiðni um styrk vegna áningarhólfs.
Samþykkt að styrkja um 200.000 kr. til reiðvegagerðar.
6.1805035 Bréf stjórnar Leikfélags Austur Eyfellinga dags. 04.05.2018.
Sveitarstjórn þakkar erindið og vísar því til næstu sveitarstjórnar til úrvinnslu.
7.1805021 59. fundur skipulagsnefndar Rangárþings eystra. 11.05.2018.
SKIPULAGSMÁL:
1.1805032Fyrirspurn vegna lóðar fyrir þjónustuíbúðir
2.1805031Hvolstún 21 – Lóðarumsókn
3.1805030Hvolstún 19 – Lóðarumsókn
4.1805029Hvolstún 25 - Lóðarumsókn
5.1805028Ormsvöllur 9a – Lóðarumsókn
6.1805027Brúnir - Landskipti
7.1805026Mið-Dalur - Landskipti
8.1805024Brúnir 1 - Deiliskipulag
9.1805023Landeyjahöfn – Umsókn um framkvæmdaleyfi
10.1805022Sámsstaðir 3 lóð – Ósk um breytt heiti lóðar
11.1804026Heylækur 3 - Deiliskipulag
12.1712008Seljalandsheiðarnáma – Óverulega breyting á aðalskipulagi
13.1704014Hlíðarból – Stöðuleyfi, framhaldsumsókn
SKIPULAGSMÁL:
1.1805032Fyrirspurn vegna lóðar fyrir þjónustuíbúðir
Kristján Fr. Kristjánsson óskar eftir því að athugað verði með lóð á Hvolsvelli fyrir fyrirhugaðar þjónustuíbúðir fyrir fatlaða og öryrkja með þjónustu allan sólarhringinn. Íbúðirnar yrðu 6 sambyggðar með miðlægum kjarna þar sem starfsmenn hafa aðstöðu og þar verður einni sameiginlegt rými fyrir íbúa. Áætluð stærð byggingarinnar er um 500m². Verkefnið tengist tveimur sveitarfélögum, Rangárþingi eystra og Rangárþingi ytra. Verkefnið er unnið í samvinnu nokkura aðila, og með vitund félagsmálaráðherra enda mun ríkið koma inn í verkefnið á síðari stigum þess.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og að starfseminni verði fundin lóð. Nefndin vísar erindinu til sveitarstjórnar til skoðunar og úrvinnslu.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið. Sem stendur er enginn lóð fyrirliggjandi undir slíka starfsemi og nauðsynlegt að fá ýtarlegri gögn varðandi fjármögnun og rekstur framkævmdarinnar í heild. Þegar slíkt liggur fyrir mun ekki standa á úthlutun lóðar af hálfu sveitarfélagsins.
2.1805031Hvolstún 21 – Lóðarumsókn
Sigríður Heiða Ólafsdóttir kt. 020682-3539, óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 21, til byggingar einbýlishúss.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar.
3.1805030Hvolstún 19 – Lóðarumsókn
Sigríður Heiða Ólafsdóttir kt. 020682-3539, óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 19, til byggingar einbýlishúss.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar.
4.1805029Hvolstún 25 – Lóðarumsókn
Ari Geir Sæmundsson kt. 060592-2849, óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 25, til byggingar einbýlishúss.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar.
5.1805028Ormsvöllur 9a – Lóðarumsókn
Baldur Eiðsson f.h. Stjörnumót ehf kt. 500306-2380, óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Ormsvöllur 9a, til byggignar iðnaðarhúsnæðis.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar.
6.1805027Brúnir – Landskipti
Símon Oddgeirsson kt. 021227-2269, óskar eftir því að skipta spildunni Brúnir Skógræktarsvæði 68,8 ha úr jörðinni Brúnir ln. 163863, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Hreini Óskarssyni dags. 20. febrúar 2018.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á spildunni.
7.1805026Mið-Dalur – Landskipti
Cédric Chovet kt. 161271-3069, óskar eftir því að skipta spildunni Mið-Dalur A4 1,6ha, úr lóðinni Mið-Dalur A2 ln. 202193, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholti sf. dags. 28.08.2017.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á spildunni.
8.1805024Brúnir 1 – Deiliskipulag
Halldór Pálsson f.h. Svarsins ehf. kt. 521216-0180, leggur fram deiliskipulag fyrir hluta af jörðinni Brúnir 1. Tillagan tekur til um 1,6 ha verslunar- og þjónustusvæðis. Gert er ráð fyrir að sett verði upp verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, auk bílastæðis og leik/útivistarsvæðis.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu fyrir umrætt svæði sem nú er í ferli.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.
9.1805023Landeyjahöfn – Umsókn um framkvæmdaleyfi
Vegagerðin kt. 680269-2899, sækir um farmkvæmdaleyfi fyrir byggingu á innsiglingartunnum við enda brimvarnargarða, breytingu á aðkomuvegi á vestari brimvarnargarði, breytingu á innri höfn Landeyjarhafnar og efnistöku úr Seljalandsheiðarnámu. Tilgangur framkvæmdanna er að hægt sé að dýpka innsiglingu Landeyjahafnar frá landi og minnka ókyrð við hafnarbakka.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um samþykkt á óverulegri breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra, er snýr að efnistöku úr Seljalandsheiðarnámu.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.
10.1805022Sámsstaðir 3 lóð – Ósk um breytt heiti lóðar
Þórunn Sigurðardóttir f.h. Unnar Sigurðardóttur kt. 010436-4789, óskar eftir því að heiti lóðarinnar Sámsstaðir 3 lóð ln. 188999, verði breytt í Maríubakki.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nafnabreytinguna.
Sveitarstjórn samþykkir nafnabreytinguna.
11.1804026Heylækur 3 lóð – Deiliskipulag
Hermann Ólafsson f.h. landeigenda Heylækjar 3, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar. Tillagan tekur til byggingar þriggja frístunda/íbúðarhúsa auk gestahúss á hverri lóð. Skipulagssvæðið er stamtals um 3,4 ha. Afgreiðslu tillögunnar var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna óvissu um nálægð við læk á skipulagssvæðinu. Brugðist hefur verið við ábendingum nefndarinnar og skilmálar tillögunnar uppfærðir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12.1712008Seljalandsheiðarnáma – Óveruleg breyting á aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra, þar sem leyfilegt efnismagn unnið úr Seljalandsheiðarnámu verði aukið um 40.000m³. Umrædd framkvæmd er tilkynningarskyld vegna hugsanlegs mats á umhverfiáhrifum. Hefur framkvæmdin verið kynnt og var það niðurstaða Skipulagsstofnunar að framkvæmdin þyrfti ekki að undirgangast mat á umhverfisáhrifum.
Að mati skipulagsnefndarinnar er um óverulega breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra að ræða. Því leggur nefndin til að breytingartillagan verði samþykkt skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og samþykkir tillöguna skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13.1704014Hlíðarból – Stöðuleyfi, framhaldsumsókn
Páll Elíasson kt. 310159-2399, óskar eftir því að fá framlengt stöðuleyfi fyrir salernisaðstöðu í landi Hlíðarbóls skv. meðfylgjandi erindi.
Víðir Jóhannson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.
Skipulagsnefnd hafnar veitingu stöðuleyfis. Áður veitt stöðuleyfi gilti til 1. október 2017. Búið var að upplýsa hlutaðeigandi um að umrædd starfsemi er skipulagsskyld og því ekki forsenda til að endurnýja tímabundið leyfi. Einnig vill nefndin benda á að skv. upplýsingum skipulagsfulltrúa er ágreiningur um landamerki á umræddu svæði.
Bókun: Undirritaður vill benda á að Páll Elíasson var upplýstur um að landamerki milli Hlíðarbóls og Hellishóla eru samþykkt 1958 af þáverandi bændum og aftur 1976, þar á meðal af eiganda Hlíðarbóls. Skv. þeim landamerkjum er umrædd starfsemi að öllu leyti í landi Hellishóla.
Víðir Jóhannsson eigandi Hellishóla.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.
Sveitarstjórn staðfestir 59. fundargerð skipulagsnefndar í heild.
8.Heimsókn: Þorgils Jónasson vegna ritunar sögu Vestur-Landeyja.
Sveitarstjóra falið að endurnýja samning við Þorgils til eins árs í samræmi við umræður fundarins.
9.Félag aðstandenda heimilisfólks á Kirkjuhvoli: Beiðni um styrk.
Samþykkt að styrkja félagið um 100.000 kr.
10.Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018.
Kjörskrá samþykkt með áorðnum breytingum.
11.Tilboð frá Dattaca labs vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar.
Samþykkt að taka tilboði Dattaca labs.
12.Tillaga vegna 31. fundar félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir:
1.1805017 31. fundur heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar. 02.05.2018. Staðfest.
Sveitarstjórn fagnar framkomnum reglum og tillögu að afrekssjóði Rangárþings eystra. Samþykkt samhljóða að veita 300.000 kr.- sem stofnframlag í sjóðinn. Framvegis verður framlag sveitarfélagsins ákveðið samhliða árlegri fjárhagsáætlunargerð.
Reglugerð og vinnureglur íþrótta- og afrekssjóðs samþykktar sem og fundargerðin í heild sinni.
2.1805020 17. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar. 03.04.2018. Staðfest.
Sveitarstjórn áréttar mikilvægi þess að hvetja bæði íbúa og fyrirtæki til vorhreinsunarátaks.
3.1805034 38. fundur fræðslunefndar Rangárþings eystra. 08.05.2018. Staðfest.
4.1805004 40. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs. 02.05.2018. Staðfest.
5.1805011 20. fundur stjórnar Vina Þórsmerkur. 30.04.2018. Staðfest.
6.1805015 859. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. 27.04.2018. Staðfest.
7.1805018 186. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands. 03.05.2018. Staðfest.
8.1805016 Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerð fundar lögfræðingahóps um perónuvernd. 26.04.18. Staðfest.
Mál til kynningar:
1.1805008 Inspectionem ehf.: Tilboð um aðstoð við gerða og endurskoðun brunavarnaráætlana.
2.1805014 Mannvirkjastofnun: Úttektir slökkviliða 2017: Rangárvallasýsla.
3.1805019 Eignarhaldsfélag Suðurlands: Boð á aðalfund 2018.
Ísólfur Gylfi Pálmason tilnefndur sem fulltrúi Rangárþings eystra.
4.1803034 Framsal á lóðaleigusamning: Hvolstún 8. Staðfest.
5.1803035 Framsal á lóðaleigusamning: Hvolstún 10. Staðfest.
6.1804044 Sýslumaðurinn á Suðurlandi: Rekstrarleyfi: Skarðshlíð II Guesthouse.
7.Minnisblað sveitarstjóra.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00.