250. fundur sveitarstjórnar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, 9. maí 2019 og hófst hann kl. 12:00.

Fundinn sátu:
Anton Kári Halldórsson, Elín Fríða Sigurðardóttir, Guðmundur Jón Viðarsson, Lilja Einarsdóttir, Benedikt Benediktsson, Rafn Bergsson, Christiane L. Bahner og Margrét Jóna Ísólfsdóttir.

Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir, Skrifstofu- og fjármálastjóri.


Dagskrá:
1. Beiðni um skólavist í sveitarfélagi utan lögheimilis - 1904244
Sveitarstjórn samþykkir beiðnina samhljóða.

2. Forathugun v. þjónustusamnings við Útlendingastofnun - 1904262
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vera í samráði við félagsmálastjóra og Útlendingastofnum um möguleika minni sveitarfélaga til að sinna verkefninu.

3. Uppgræðslufélag Fljótshlíða; styrkumsókn til uppgræðslu - 1905021
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um 300.000 kr eins og undan farin ár.

4. Bergrisinn, þjónustusamingur um málefni fatlaðs fólks; 2019 - 1905006
Samþykkt samhljóða.

5. Vesturskák; ósk eiganda um sölu á landi - 1905037
Málinu frestað þar sem enn er verið að afla ganga í málinu.

6. Veiðihús ehf; umsögn um rekstrarleyfi - 1905019
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

7. Skógar gesthús slf; umsögn um rekstarleyfi - 1905017
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

8. N1 ehf; umsögn um rekstrarleyfi - 1905023
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

9. Eldstó ehf; umsögn um rekstrarleyfi - 1905018
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

10. Stóra-Grund ehf; umsögn um rekstrarleyfi - 1905022
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðlar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

11. Byggðarráð - 180 - 1904003F
Sveitarstjórn samþykkir fundargerð Byggðarráðs í heild sinni.
11.1 1904067 - Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu; umsögn í samráðsgátt
Rangárþing eystra gerir ekki efnislegar athugasemdir við textadrög varðandi helstu áherslur í stjórnunar- og verndaráætlun við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Mikilvægt er að lögð sé áhersla á verndun ósnortinar náttúru og almenna nýtingu hálendis við skipulagsgerð. Nú þegar hafa sveitarfélög á Suðurlandi hafið vinnu við að kanna möguleika á að vinna svæðisskipulag fyrir Suður hálendið. Ljóst er að mikil vinna er framundan á því sviði, en sú vinna er unnin í réttri röð og af réttum aðilum þ.e. sveitarfélögunum. Út úr þeirri vinnu gæti mögulega komið sú niðurstaða að sveitarfélög á Suðurlandi séu tilbúin að leggja hluta af hálendinu í þjóðgarð, en það er þá út frá forsendum sveitarfélaganna. Rangárþing eystra gerir því talsverðar athugasemdir við þær fyrirætlanir að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Íslands. Nefnd sem skipuð var af umhverfis- og auðlindaráðherra á vordögum 2018 hefur verið að vinna að því hvernig eigi að stofna miðhálendisþjóðgarð yfirleitt. Svo virðist sem að gleymst hafi að velta því fyrir sér hvort það ætti að fara í þá vegferð. Talsvert mikið af spurningum er enn ósvarað varðandi þann mikilvæga þátt. Vissulega hefur ágætis samráð átt sér stað á milli nefndarinnar og sveitarfélaga, en þar hefur líka talsvert borið á því að sveitarfélög eru frekar neikvæð í umræðunni og með varann á. Það er vel skiljanlegt á margan hátt og eðlilegt að sveitarfélög fari í baklás þegar að þverpólitísk nefnd er byrjuð að vinna að skipulagsmálum sveitarfélaga t.d. með að ákvarða mörk nýs þjóðgarðs, aðkomuleiðir, áningastaði og uppbyggingu. Það er og á að vera hlutverk sveitarfélaganna. Að mati Rangárþings eystra er mikilvægt að spólað verði aðeins til baka og umræðan um hvort eigi að stofna þjóðgarð verði tekin við sveitarfélögin.

Samþykkt samhljóða

11.2 1904238 - Almenningar; Ósk um styrk til landgræðslu
Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir samhljóða að styrkja landgræðslu á Almenningum um 300.000 kr.

11.3 1904227 - 279. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands; 9.4.2019
Fundargerð staðfest í heild.

11.4 1903214 - 65. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu; 14.3.2019
Fundargerð staðfest í heild.

11.5 1904237 - 46. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs
Liður 2; Þorvaldseyri

Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir fyrir sitt leiti aukið fjármagn til Kötlu jarðvangs vegna opnunar gestastofu á Þorvaldseyri. Byggðarráðið beinir því til Kötlu jarðvangs að nýta það fjármagn sem nú þegar er fyrir hendi og hafa að leiðarljósi að gestastofan verði sjálfbær eining í framtíðinni.

Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leiti.

 


11.6 1904243 - 203. fundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu; 10.4.2019
Liður 3

Liðnum vísað til Umhverfis- og náttúrverndarnefndar til umfjöllunar og nefndinni falið að útbúa tillögur til sveitarstjórnar.

Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leiti.

11.7 1904242 - 545. fundur stjórnar SASS; 4.4.2019
Fundargerð staðfest í heild.

11.8 1904228 - Samband íslenskra sveitarfélaga; Stjórnarfundur nr. 870
Fundargerð staðfest í heild.

11.9 1904229 - 195. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð staðfest í heild.

11.10 1904239 - Samráðsfundur við Vegagerð
Lagt fram til kynningar

11.11 1902326 - Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2019
Lagt fram til kynningar


12. Skipulagsnefnd - 69 - 1904002F
Fundargerð samþykkt samhljóða í heild sinni.
12.1 1903103 - 24. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Lagt fram til kynningar.

12.2 1806054 - Hellishólar; Aðalskipulagsbreyting; Íbúðasvæði
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögurnar. Óverulegar breytingar voru gerðar á tillögunni í samræmi við umsagnir lögbundinna umsagnaraðila. Samráð var haft við hagsmunaaðila á svæðinu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða.
12.3 1809050 - Deiliskipulag: Hellishólar, frístundabyggð breytt í íbúðabyggð
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um tillöguna kemur fram að skv. reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp sé meginreglan sú að koma á sameiginlegu fráveitukerfi í hverfum íbúðahúsa, en í tillögunni sé gert ráð fyrir rotþró og siturlögn við hvert íbúðarhús. Skipulagsnefnd mælist til þess að reynt verði að sameina tengingar við rotþrær og siturlagnir eins og kostur er. Í umsögn Umhverfisstofnunar um tillöguna er vitnað í kafla 2.1.1 í landsskipulagsstefnu þar sem fram kemur að við skipulagsgerð sveitarfélaga verði miðað að því að styrkja samfélag viðkomandi byggðarlags með því að beina vexti að þeim þéttbýliskjörnum sem fyrir eru og að uppbygging verði haldið áfram á þegar skilgreindum íbúðarsvæðum í sveitarfélaginu. Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Umhverfisstofnunar um að uppbygging haldi áfram á þegar skilgreindum íbúðarsvæðum í sveitarfélaginu. Samt sem áður telur Skipulagsnefnd að hin nýja íbúðarbyggð muni styðja við þá umfangsmiklu atvinnustarfsemi sem rekin er á Hellishólum þannig að hægt sé að greiða fyrir því að starfsfólk geti búið á svæðinu. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
12.4 1903011 - Deiliskipulag; Borgareyrar
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Í umsögn Umhverfisstofnunar um tillöguna kemur fram að svæðið sem tillagan nær til sé á náttúruminjaskrá (nr. 719), og sé svæði sem að er mólendi og votlendi með miklu fuglavarpi. Mikilvægt sé að þetta komi fram í greinargerð tillögunnar. Einnig bendir Umhverfisstofnun á að tillagan falli mögulega undir lið 12.05 í viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Umhverfisstofnunar um að mikilvægt sé að það komi fram í tillögunni að svæðið, sem tillagan nær til, sé á náttúruminjaskrá. Skipulagsnenfd getur aftur á móti ekki fallist á að tillagan falli undir lið 12.05 í viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum þar sem að um minniháttar atvinnustarfsemi er að ræða og ekki sé hægt að líta á hana sem þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. Að auki samræmist tillagan stefnu í aðalskipulagi Rangárþings eystra þar sem heimiluð er minniháttar atvinnustarfsemi samhliða hefðbundnum búskap. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar. Sveitarsstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
12.5 1903077 - ASK Rangárþings eystra; Heildarendurskoðun
Skipulagsfulltrúi kannaði kosti og galla þess að ráðast í heildarendurskoðuna aðalskipulags eða að hluta. Niðurstaðan er sú að hagstæðast og faglegast er að ráðast í heildarendurskoðun aðaðskipulags.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að ráðast í heildarendurskoðun aðalskipulags. Leitað var til þriggja aðila um vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulagsins og leggur skipulagsnefnd til að samið verði við verkfræðistofuna Eflu um endurskoðunina í samvinnu við skipulagsnefnd og sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir að ráðast í heildarendurskoðun á aðalskipulagi Rangárþings eystra. Sveitarstjórn samþykkir að samið verði við Verkfræðistofuna EFLU um endurskoðun aðalskipulagsins í samvinnu við skipulagsnefnd og sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
12.6 1904007 - Efri-Rot; Landskipti
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á nýju spildunni.
Samþykkt samhljóða.
12.7 1904124 - Hallgeirsey 2; Landskipti
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á nýju spildunum.
Samþykkt samhljóða.
12.8 1904204 - Deiliskipulag - Skarðshlíð 2; Breyting á dsk
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagsbreytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en framkvæmdaaðila.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en framkvæmdaaðila.
Samþykkt samhljóða.
12.9 1904222 - Fossbúð; Umsókn um stöðuleyfi
Skipulagsnefnd hafnar veitingu stöðuleyfis. Stöðuleyfisumsókn samræmist ekki skilmálum deiliskipulags.
Sveitarstjórn hafnar veitingu stöðuleyfis þar sem að stöðuleyfisumsókn samræmist ekki skilmálum gildandi deiliskipulags á svæðinu.
12.10 1904267 - Borgareyrar; Stöðuleyfi
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 1. maí 2019 til 1. september 2019.
Sveitarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi frá 1. maí 2019 til 1. september 2019.
12.11 1905002 - Hamragarðar; Umsókn um stöðuleyfi
Skipulagsnefnd hafnar veitingu stöðuleyfis. Stöðuleyfisumsókn samræmist ekki skilmálum deiliskipulags.
Sveitarstjórn hafnar veitingu stöðuleyfis þar sem að stöðuleyfisumsókn samræmist ekki skilmálum gildandi deiliskipulags á svæðinu.
12.12 1905013 - Hvolsvöllur, íþróttavöllur; Umsókn um stöðuleyfi
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi frá 15. maí 2019 til 14. maí 2020 og hvetur til snyrtilegrar umgengni og frágangs um svæðið.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar. Sveitarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi frá 15. maí 2019 til 14. maí 2020.

13. Fagráð Sögusetursins - 9 - 1905002F
Afgreiðslu frestað.
13.1 1904001 - Staða Sögusetursins
Fagráðið leggur til við sveitarstjórn að núverandi samningi um rekstur Söguseturs verði sagt upp.

13.2 1903145 - Framtíðarstaðsetning Njálurefilsins
Fagráðið ræddi ýmsa möguleika varðandi uppbyggingu Söguseturs og sýningu á Njálureflinum til framtíðar. Fagráðið leggur fram greinargerð varðandi næstu skref fyrir nýtt sýningarhús. Fagráðið beinir því til sveitarstjórnar að strax verði farið í undirbúning og hönnun þar sem að að stutt er í að refillinn verði tilbúinn til sýningar.

13.3 1808052 - Njálurefillinn: Ferð til Bayeux í Frakklandi 25. - 29.4.2019
Fagráðið fagnar heimsókninni og greinargóðri kynningu í kjölfar hennar. Fagráðið telur að heimsóknin hafi skilað góðum árangri og mikilvægt fyrir framtíð Njálurefilsins að vera í góðum samskiptum við sýningarhaldara í Bayeux. Lagðir fram minnispunktar frá fundi hópsins með Antoine Verney safnstjóra Bayeux Museums.

13.4 1905020 - 9. fundur Fagráðs Sögusetursins; Önnur mál
Enginn önnur mál rædd.


14. Bergrisinn, stjórnarfundur; 9. apríl 2019 - 1905005
Fundargerð staðfest.

15. Ábúendatal V-Landeyja; Kynning á sveitarstjórnarfundi - 1905040

Gestir
Þorgils Jónasson - 12:30
Þorgils fór yfir stöðu vinnu sinnar við ábúendatal í Vestur Landeyjum. Sveitarstjórn samþykkir að halda vinnunni áfram á sömu forsendum og verið hefur.

16. Midgard; Kynning á sveitarstjórnarfundi - 1904245

Gestir
Arnar Gauti Markússon - 13:00
Björg Árnadóttir - 13:00
Björg og Arnar Gauti fyrir hönd Midgard, óskuðu eftir að koma á fund sveitarstjórnar og kynna starfsemi sinna fyrirtæki.
Sveitarstjórn þakkar fyrir greinargóða kynningu.

17. Kostnaður Rangárþings eystra við sorphreinsun og eyðingu - 1905024
Margrét Jóna, skrifstofu- og fjármálstjóri, fer yfir þróun kostnaðar vegna sorphiðu og urðunar.
Sveitarstjórn þakkar skrifstofu- og fjármálastjóra fyrir greinagóða yfirferð.
Ljóst er að veruleg kostnaðaraukning hefur orðið á undanförnum árum fyrst og fremst vegna aukins óflokkaðs úrgangs til urðunar. Sveitarstjórn leggur áherslu á mikilvægi flokkunar svo ekki þurfi að bregðast við með hækkun sorpgjalda hjá íbúum sveitarfélagsins.
Sorpstöð Rangárvallasýslu mun standa fyrir öflugri kynningu á flokkun úrgangs á svæðinu, nú á vordögum, samhliða breytingu á sorphirðu og flokkun lífræns úrgangs.
Samþykkt samhljóða.

18. Fjármál sveitarfélaga; Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis - 1904269
Lagt fram.

19. Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2019 - 1902326
Lagt fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:09