Fundargerð
27. fundur, 5 fundur kjörtímabilsins í Skipulagsnefnd Rangárþings eystra, haldinn
fimmtudaginn 4. desember 2014, kl. 09:00, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.
Mættir: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Þorsteinn Jónsson og Lilja Einarsdóttir. Guðmundur Ólafsson og Víðir Jóhannsson boða forföll. Í þeirra stað er mætt Krisín Þórðardóttir. Ekki náðist að boða varamann fyrir Guðmund Ólafsson.
Efnisyfirlit:
SKIPULAGSMÁL:
1403011 Varmahlíð – Deiliskipulag fyrir fiskeldi
1412003 Drangshlíðardalur – Deiliskipulag landbúnaðarsvæðis
1410034 Tröð – Landskipti
1412001 Ásólfsskáli II – Landskipti
1411059 Múlakot II - Landskipti
SKIPULAGSMÁL
1403011 Varmahlíð – Deiliskipulag fyrir fiskeldi
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldi á jörðinni Varmahlíð, Rangárþingi eystra. Tillagan tekur til um 1,5 ha reits til uppbyggingar fiskeldis. Markmið deiliskipulagsins er að afmarka byggingarreit fyrir fiskeldisker með tilheyrandi aðstöðu þ.m.t. yfirbyggingu yfir fiskeldiskerin. Nýta á staðhætti eins vel og kostur er til rekstrar á bleikjueldi, m.a. með þvi að nýta vatn sem kemur frá heimarafstöð sem staðsett er innan landareignar. Áætlaður framleiddur lífmassi verður að hámarki 19 tonn á ári.
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 28. maí, með athugasemdafresti til 9. júlí 2014.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands var farið fram á nánari útskýringar á frárennslismálum. Tillagan hefur verið leiðrétti m.t.t. umsagnarinnar. Um er að ræða óverulega breytingu á uppdrætti og texta. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt.
1412003 Drangshlíðardalur – Deiliskipulag landbúnaðarsvæðis
Finnur Kristinsson, landslagsarkitekt, fyrir hönd Guðna Úlfars Ingólfssonar kt. 130862-6599 og Magðalenu Karlottu Jónsdóttur kt. 010865-3449, óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir Drangshlíðardal, Austur-Eyjafjöllum, Rangárþingi eystra. Deiliskipulagið tekur til um 3 ha úr jörðinni Dranshlíðardalur ln.163652 og íbúðarhúsalóðarinnar Drangshlíðardalur 2 ln.178810. Í deiliskipulaginu eru skilgreindar lóðir, byggingarreitir, heimarafstöð með inntaksstíflu og vatnspípu, ásamt nýjum vegslóða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1410034 Tröð - Landskipti
Haraldur Guðfinnsson kt. 251157-4649 og Anna Rós Bergsdóttir kt. 080161-3799 óska eftir því að skipta 15 ha. spildu úr jörðinni Tröð ln.191787, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 14.09.2014. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Tröð ln.191787.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
1412001 Ásólfsskáli II - Landskipti
Viðar Bjarnason kt. 030444-3969, óskar eftir því að skipta 1.533 m² lóð úr jörðinni Ásólfsskála II ln. 179203, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 04.11.2014. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Ásólfsskála II ln. 179203.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
1411059 Múlakot II - Landskipti
Guðjón Stefán Guðbergsson kt. 070743-2219 og Sigríður Hjartar kt. 300143-3939, óska eftir því að skipta 4.225,7 m² lóð úr jörðinni Múlakot II ln. 164051, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 24.11.2014. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Múlakot II ln.164051.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Fundi slitið 09:45
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Þorsteinn Jónsson
Lilja Einarsdóttir
Kristín Þórðardóttir
Anton Kári Halldórsson